Segja Ójón afbökun á Jóni og segja nei Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2023 13:13 Ekki er möguleiki fyrir Íslendinga að nefna börn sín Ójón. Getty Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að nafnið Ójón verði samþykkt og fært í mannanafnaskrá. Nefndin fundaði í gær og segir í úrskurði nefndarinnar að nafnið sé afbökun á hinu rótgróna eiginnafni Jón og því sé ekki hægt að samþykkja beiðnina. Fram kemur að erindið hafi fyrst borist nefndinni í febrúar og fyrst tekið fyrir á fundi fyrr í mánuðinum en afgreiðslunni frestað til þess fundar sem fram fór í gær. Í lögum um mannanöfn segir að til að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfi öll fjögur skilyrði 5. grein laganna að vera uppfyllt: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur að eiginnafnið Ójón uppfylli skilyrði númer eitt, þrjú og fjögur. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Ójóns, sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og sé ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama. „Hér reynir aftur á móti á skilyrði númer tvö. Í greinargerð með lögum um mannanöfn, nr. 45/1996, segir að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þar segir einnig að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Ójón sé afbökun á hinu rótgróna eiginnafni Jón og því ekki hægt að samþykkja það,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Chloé og Gleymmérei Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. 10. mars 2023 13:36 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Nefndin fundaði í gær og segir í úrskurði nefndarinnar að nafnið sé afbökun á hinu rótgróna eiginnafni Jón og því sé ekki hægt að samþykkja beiðnina. Fram kemur að erindið hafi fyrst borist nefndinni í febrúar og fyrst tekið fyrir á fundi fyrr í mánuðinum en afgreiðslunni frestað til þess fundar sem fram fór í gær. Í lögum um mannanöfn segir að til að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfi öll fjögur skilyrði 5. grein laganna að vera uppfyllt: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur að eiginnafnið Ójón uppfylli skilyrði númer eitt, þrjú og fjögur. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Ójóns, sé ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og sé ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama. „Hér reynir aftur á móti á skilyrði númer tvö. Í greinargerð með lögum um mannanöfn, nr. 45/1996, segir að íslenskt málkerfi sé samsafn þeirra reglna sem unnið hafa sér hefð í íslensku máli. Þar segir einnig að skilyrðinu sé einkum ætlað að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Nefndin lítur svo á að eiginnafnið Ójón sé afbökun á hinu rótgróna eiginnafni Jón og því ekki hægt að samþykkja það,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Chloé og Gleymmérei Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. 10. mars 2023 13:36 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Nú má heita Chloé og Gleymmérei Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. 10. mars 2023 13:36