Úr farbanni í gæsluvarðhald vegna dóms fyrir að skera annan mann á háls Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 15:39 Landsréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Vísir/Vilhelm Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl næstkomandi vegna evrópskrar handtökuskipunar eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás erlendis. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn fyrir tæpri viku síðan í farbann til 12. apríl næstkomandi eftir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir því að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn skaut síðan málinu til Landsréttar. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst evrópsk handtökuskipun frá yfirvöldum í öðru landi þar sem óskað er eftir handtöku og afhendingu á manninum. Í janúar á þessu ári var honum gert að sæta fangelsi í landinu í fjögur ár. Hann hafði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás, meðal annars með því að hafa skorið á háls annars manns og eftir að hann féll við haldið áfram atlögu sinni. Ríkissaksóknari mat það sem svo að hann yrði að vera í gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna. Maðurinn er með litla sem enga tengingu hér á landi en býr í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Hann hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og sagði þar að hann taldi umræddu sakamáli lokið þegar hann yfirgaf landið þar sem hann sé að eigin skoðun saklaus. Þá mótmælti hann því að hann yrði afhentur. Landsréttur mat sem svo að þar sem hann hafnaði afhendingu og að tengsl hann við Ísland hafi verið takmörkuð sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til að tryggja nærveru hans þar til leyst hefur verið úr kröfu yfirvaldanna í erlenda ríkinu. Hann var því úrskurðaður í gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 12. apríl klukkan 16. Hægt er að lesa úrskurð Landsréttar í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn fyrir tæpri viku síðan í farbann til 12. apríl næstkomandi eftir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir því að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn skaut síðan málinu til Landsréttar. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst evrópsk handtökuskipun frá yfirvöldum í öðru landi þar sem óskað er eftir handtöku og afhendingu á manninum. Í janúar á þessu ári var honum gert að sæta fangelsi í landinu í fjögur ár. Hann hafði verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás, meðal annars með því að hafa skorið á háls annars manns og eftir að hann féll við haldið áfram atlögu sinni. Ríkissaksóknari mat það sem svo að hann yrði að vera í gæsluvarðhaldi með tilliti til almannahagsmuna. Maðurinn er með litla sem enga tengingu hér á landi en býr í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Hann hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og sagði þar að hann taldi umræddu sakamáli lokið þegar hann yfirgaf landið þar sem hann sé að eigin skoðun saklaus. Þá mótmælti hann því að hann yrði afhentur. Landsréttur mat sem svo að þar sem hann hafnaði afhendingu og að tengsl hann við Ísland hafi verið takmörkuð sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til að tryggja nærveru hans þar til leyst hefur verið úr kröfu yfirvaldanna í erlenda ríkinu. Hann var því úrskurðaður í gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 12. apríl klukkan 16. Hægt er að lesa úrskurð Landsréttar í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent