Innlent

Ekið á barn á reið­hjóli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vaktin var heldur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.
Vaktin var heldur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Ekið var á barn á reiðhjóli á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 18 í gær. Barnið slasaðist ekki en engar frekari upplýsingar um atvikið er að finna í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.

Rétt fyrir klukkan 22.30 varð umferðarslys á Suðurlandsvegi við Heiðmörk. Atvik voru þannig að ökumaður jeppa missti framhjólbarða undan bílnum en hjólbarðinn hafnaði á annarri bifreið sem var að koma úr gagnstæðri átt.

Bifreiðin varð fyrir miklum skemmdum og var fjarlægð með dráttarbíl. Engin slys urðu á fólki.

Upp úr klukkan 1 í nótt varð umferðarslys í vesturbæ Reykjavíkur þegar bíl var ekið á tvær kyrrstæðar og mannlausar bifreiðar. Ökumaður bílsins var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Tveir voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum, ein kona og einn karl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×