Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. mars 2023 22:27 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. Sérstök umræða fór fram á Alþingi síðdegis um ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis sagði fyrir helgi að sú ákvörðun hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Jón hefur lýst yfir furðu yfir þessari afstöðu umboðsmanns en Katrín Jakobsdóttir sagst sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðinguna á ríkisstjórnarfundi. Matið byggist á pólitískum sjónarmiðum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði því eftir svörum frá Katrínu vegna málsins um hvað hún hygðist gera í ljósi bréfs umboðsmanns. „Það er á ábyrgð hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort ákvörðun í tilteknu máli feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingu þannig að þau skuli bera upp í ríkisstjórn,“ svaraði Katrín. Það verði alltaf háð mati hvers ráðherra hvaða mál teljist mikilvæg þannig að þau skuli leggja fyrir ríkisstjórn. Það mat, eins og þetta dæmi sýni, geti verið ólíkt milli ráðherra. „Að einhverju leyti hlýtur slíkt mat að vera byggt á pólitískum sjónarmiðum og að því leyti þarf það kannski ekki að koma á óvart að ég hafi aðra sýn en hæstvirtur dómsmálaráðherra um það hvað teljist vera áherslubreyting,“ sagði Katrín. Svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi Arndís Anna ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi. „Það voru óskýr og kannski svona ákveðin mótsögn sem greindi þarna í svörum forsætisráðherra. Annars vegar talar hún um að það sé í rauninni hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort mál eigi erindi við ríkisstjórnina en svo talar hún sjálf um að henni finnist þetta hafi átt erindi við ríkisstjórnina og að það þurfi að tryggja og jafnvel auka samráð í ríkisstjórninni,“ segir Arndís Anna. Þá segist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum með svör Katrínar og að hún hafi ekki svarað öllum spurningum hennar. „Ég til dæmis spurði hana út í það sem kom fram í umræðunni varðandi þessa í rauninni óvirðingu sem hæstvirtur ráðherra sýnir Umboðsmanni Alþingis, gerir lítið úr áliti umboðsmanns, segist ekki sammála og virðist ekki telja sig neitt skuldbundinn til að hlusta, sem er mjög alvarlegt. Og hún svaraði ekki spurningu minni varðandi það hvort hún teldi það áhyggjuefni eða einhverja ástæðu til að bregðast við því,“ segir Arndís Anna. Ekki hissa á að óánægjuraddir hafi heyrst úr röðum ríkisstjórnarinnar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa almennt staðið þétt við bakið á Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í málinu en óánægjuraddir hafa heyrst innan úr röðum stjórnarliða. Það segir Arndís Anna ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Það kom alls ekki á óvart, vegna þess að alveg sama hvað fólki gæti þótt um nauðsyn þess að lögreglan beri, til dæmis, þessi rafvopn, þá hefur þessi umræða bara einfaldlega ekki átt sér stað. Það hefur ekki átt sér stað nein lýðræðisleg umræða, þetta samtal sem við þurfum að eiga sem þjóðfélag um það hvernig við viljum að lögreglan starfi og um samskipti lögreglu og borgaranna. Það kemur alls ekki á óvart að jafnvel innan raða meirihlutans þá sé ágreiningur uppi. Við höfum í rauninni ekki tekið þetta samtal,“ segir Arndís Anna að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15. mars 2023 12:46 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Sérstök umræða fór fram á Alþingi síðdegis um ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis sagði fyrir helgi að sú ákvörðun hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Jón hefur lýst yfir furðu yfir þessari afstöðu umboðsmanns en Katrín Jakobsdóttir sagst sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðinguna á ríkisstjórnarfundi. Matið byggist á pólitískum sjónarmiðum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði því eftir svörum frá Katrínu vegna málsins um hvað hún hygðist gera í ljósi bréfs umboðsmanns. „Það er á ábyrgð hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort ákvörðun í tilteknu máli feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingu þannig að þau skuli bera upp í ríkisstjórn,“ svaraði Katrín. Það verði alltaf háð mati hvers ráðherra hvaða mál teljist mikilvæg þannig að þau skuli leggja fyrir ríkisstjórn. Það mat, eins og þetta dæmi sýni, geti verið ólíkt milli ráðherra. „Að einhverju leyti hlýtur slíkt mat að vera byggt á pólitískum sjónarmiðum og að því leyti þarf það kannski ekki að koma á óvart að ég hafi aðra sýn en hæstvirtur dómsmálaráðherra um það hvað teljist vera áherslubreyting,“ sagði Katrín. Svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi Arndís Anna ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi. „Það voru óskýr og kannski svona ákveðin mótsögn sem greindi þarna í svörum forsætisráðherra. Annars vegar talar hún um að það sé í rauninni hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort mál eigi erindi við ríkisstjórnina en svo talar hún sjálf um að henni finnist þetta hafi átt erindi við ríkisstjórnina og að það þurfi að tryggja og jafnvel auka samráð í ríkisstjórninni,“ segir Arndís Anna. Þá segist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum með svör Katrínar og að hún hafi ekki svarað öllum spurningum hennar. „Ég til dæmis spurði hana út í það sem kom fram í umræðunni varðandi þessa í rauninni óvirðingu sem hæstvirtur ráðherra sýnir Umboðsmanni Alþingis, gerir lítið úr áliti umboðsmanns, segist ekki sammála og virðist ekki telja sig neitt skuldbundinn til að hlusta, sem er mjög alvarlegt. Og hún svaraði ekki spurningu minni varðandi það hvort hún teldi það áhyggjuefni eða einhverja ástæðu til að bregðast við því,“ segir Arndís Anna. Ekki hissa á að óánægjuraddir hafi heyrst úr röðum ríkisstjórnarinnar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa almennt staðið þétt við bakið á Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í málinu en óánægjuraddir hafa heyrst innan úr röðum stjórnarliða. Það segir Arndís Anna ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Það kom alls ekki á óvart, vegna þess að alveg sama hvað fólki gæti þótt um nauðsyn þess að lögreglan beri, til dæmis, þessi rafvopn, þá hefur þessi umræða bara einfaldlega ekki átt sér stað. Það hefur ekki átt sér stað nein lýðræðisleg umræða, þetta samtal sem við þurfum að eiga sem þjóðfélag um það hvernig við viljum að lögreglan starfi og um samskipti lögreglu og borgaranna. Það kemur alls ekki á óvart að jafnvel innan raða meirihlutans þá sé ágreiningur uppi. Við höfum í rauninni ekki tekið þetta samtal,“ segir Arndís Anna að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15. mars 2023 12:46 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45
Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59
Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15. mars 2023 12:46
Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01