Sakar lögregluna um að nota nafn Birnu í annarlegum tilgangi Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:51 Sigurlaug Hreinsdóttir er móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017. Stöð 2 Móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017, óskar eftir áheyrn og virðingu gagnvart sér og dóttur sinni heitinni frá lögreglunni. Hún segir að sér hafi fallist hendur þegar hún las viðtal við aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, þar sem hann notaði nafn dóttur hennar í „annarlegum tilgangi.“ Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún. Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þetta segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, í fréttatilkynningu sem hún ritar í tilefni af frétt hér á Vísi þar sem Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík, minntist á mál Birnu í tengslum við aukið öryggismyndavélaeftirlit í Reykjavík. Þetta segir Sigurlaug vera annarlegan tilgang. „Ég er búin að fá nóg af lögreglunni“ Sigurlaug segist hreinlega vera búin að fá nóg af lögreglunni og framkomu hennar í hennar garð. Hún greindi opinberlega frá því fyrir skömmu hvernig framkoma lögreglunnar í hennar garð hafi verið. Það gerði hún í ítarlegu viðtali í Stundinni, sem heitir nú Heimildin. Þar fór hún einnig yfir alvarlegar athugasemdir sem Nefnd um eftirlit með lögreglu gerði við framkomu lögreglunnar gagnvart aðstandendum Birnu. Nefndin hafi beint mikilvægum tilmælum til ríkislögreglustjóra en hann hafi sagst hafa ekki lesið tilmælin fyrr en hálfu ári síðar. „Ber lögregla ekki virðingu fyrir eftirlitinu?“ spyr Sigurlaug í tilkynningunni. Lögreglan hafi ekki verið skjól fyrir aðstandendur „Þessi alvarlega framkoma lögreglunnar við mig byggðist ekki síst á því að hún hlustaði ekki á mig, hún hélt hún vissi betur en ég, varðandi barnið MITT sem þeir þekktu ekki neitt og lögreglan vísaði á bug því sem ég sagði. M.a sagði Ásgeir við mig "fólk hefur bara ákveðið rými til að lifa" þegar hann var að svara þeirri spurningu minni, af hverju þeir tryðu mér ekki þegar ég vildi að þeir færu að leita,“ segir Sigurlaug. Þá segir hún Grím Grímsson, sem var áberandi þegar Birnu var leitað, hafa sagt „þetta virkar ekki þannig“ þegar hún bað lögregluna að finna bílinn rauða sem sást á upptökum úr öryggismyndavélum í miðbæ Reykjavíkur. „Lögreglan var ekki skjól fyrir okkur aðstandendur eða talaði nokkurn tímann um að það þyrfti að taka tillit til aðstandenda. NEL beindi m.a. þeim tilmælum til ríkislögreglustjóra að "meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og til eftirbreytni eða hvort lögreglan hefði átt að setja ákveðin mörk ekki síst með hliðsjón af rannsóknarhagsmunum og hagsmunum aðstandenda dóttur ..." minnar,“ segir Sigurlaug. Haldi uppteknum hætti og hlusti ekki á hana Sigurlaug segir að nú þegar hún hefur stigið fram og sagt sögu sína og beðið um að nafn dóttur hennar sé ekki notað frekar, þá haldi lögreglan áfram uppteknum hætti að hlusta ekki á hana. „Að láta eins og ég hafi aldrei sagt neitt, eins og þetta snúist allt um lögregluna, nota nafn dóttur minnar eins og hún sé þeirra til þess að þeirra hugðarefni fái framgang og voga sér að nota dæmið um bílinn til þess að færa rök fyrir því að eigi að setja upp myndavélar, bílinn sem þeir hunsuðu lengst af, og gerðu lítið úr mér þegar ég nefndi hann. Það þarf ekki fleiri myndavélar, það þarf lögreglu sem hlustar á fólk í neyð,“ segir hún.
Birna Brjánsdóttir Lögreglan Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira