Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps ytra Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 12:47 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manninum. Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem handtekinn var hér á landi vegna evrópskrar handtökuskipunar. Til grundvallar handtökuskipuninni lá fyrir dómur útlensks áfrýjunardómstóls þar sem maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til 7. apríl næstkomandi. Ekki kemur fram í hvaða landi maðurinn var dæmdur fyrir manndrápstilraunina. Í héraðsdómi kom hins vegar fram að hætta væri talin á því að maðurinn kynni að reyna að komast úr landi ef honum yrði ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Hann væri erlendur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við Ísland. Þá hafi hann vísvitandi verið í felum og komið sér undan lögreglu. Þá sagði í greinargerð með kröfu lögreglustjóra að maðurinn væri talinn hættulegur þar sem hann hefur hlotið þungan fangelsisdóm í útlöndum fyrir mjög alvarlegt brot. Réðst hann ásamt öðrum manni á brotaþola með kylfu, glerflöskum og sveðju. Taldi lögreglustjóri að gæsluvarðhald væri því einnig nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Efnislegri meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd synjað Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir tæpri viku. Lögmaður mannsins krafðist þess að Landsréttur myndi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Landsréttur taldi að það mætti ætla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan fullnustu refsingar. Þá var tekið til hliðsjónar að Útlendingastofnun synjaði manninum í nóvember síðastliðnum um efnislega meðferð á umsókn hans um alþjóðlega vernd. Úrskurður Útlendingastofnunar var staðfestur með úrskurði kærunefndar útlendingamála og frestun réttaráhrifa var svo hafnað. Í kjölfar þess fór maðurinn huldu höfði í rúman mánuð en var svo handtekinn eftir ítarlega rannsókn. Þá segir í úrskurði Landsréttar að vægari þvingunarráðstafanir muni ekki koma að haldi við að tryggja að maðurinn komi sér ekki undan málsmeðferð. Úrskurður héraðsdóms var því, sem fyrr segir, staðfestur. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Ekki kemur fram í hvaða landi maðurinn var dæmdur fyrir manndrápstilraunina. Í héraðsdómi kom hins vegar fram að hætta væri talin á því að maðurinn kynni að reyna að komast úr landi ef honum yrði ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Hann væri erlendur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við Ísland. Þá hafi hann vísvitandi verið í felum og komið sér undan lögreglu. Þá sagði í greinargerð með kröfu lögreglustjóra að maðurinn væri talinn hættulegur þar sem hann hefur hlotið þungan fangelsisdóm í útlöndum fyrir mjög alvarlegt brot. Réðst hann ásamt öðrum manni á brotaþola með kylfu, glerflöskum og sveðju. Taldi lögreglustjóri að gæsluvarðhald væri því einnig nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Efnislegri meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd synjað Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir tæpri viku. Lögmaður mannsins krafðist þess að Landsréttur myndi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Landsréttur taldi að það mætti ætla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan fullnustu refsingar. Þá var tekið til hliðsjónar að Útlendingastofnun synjaði manninum í nóvember síðastliðnum um efnislega meðferð á umsókn hans um alþjóðlega vernd. Úrskurður Útlendingastofnunar var staðfestur með úrskurði kærunefndar útlendingamála og frestun réttaráhrifa var svo hafnað. Í kjölfar þess fór maðurinn huldu höfði í rúman mánuð en var svo handtekinn eftir ítarlega rannsókn. Þá segir í úrskurði Landsréttar að vægari þvingunarráðstafanir muni ekki koma að haldi við að tryggja að maðurinn komi sér ekki undan málsmeðferð. Úrskurður héraðsdóms var því, sem fyrr segir, staðfestur.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira