Spjallað um hönnun – „alltaf einn Vá faktor“ segir Hanna Stína Módern 17. mars 2023 12:01 Hanna Stína innanhússarkitekt mætti í hönnunarspjall Módern. Innanhússarkitektinn Hanna Stína segist flippkisa í bland við glam þegar kemur að innanhússhönnun. Henni finnst skemmtilegast að blanda saman ólíkum stílum og það sé aldrei bara eitthvað eitt rétt. Hanna Stína mætti í hönnunarspjall í verslunina Módern. Hanna Stína býr yfir margra ára reynslu og kann að lesa í viðskiptavini sína og koma til móts við þeirra þarfir. Hún segir hennar eigin stíl samt alltaf skína í gegn. Það fyrsta sem hún hugsi inn í stofurými sé „Vá faktor“. Það geti verið glæsileg hilla með lýsingu, mikilfengleg ljósakróna eða risastór vasi. Það sé gaman að taka sénsa í stærðum og ýktum hlutföllum þegar það er hægt. Hægt er að búa til sannkallaðan Vá faktor með Crown ljósakrónunni Hún er óhrædd við að blanda saman viðartegundum í rými og ólíku efni og áferð og segir allt að níu ólíkar efnistegundir geta farið saman inn á heimilið. Hanna Stína blandar iðulega saman mismunandi efnum og áferðum sem harmonera vel saman „Það má blanda saman en passa uppá harmoníu. Flauel og gróft áklæði til dæmis og mér finnst gaman að sjá bólstrun og stungur. Það má leika sér með liti, ekki bara hafa flata gráa pallettu.“ Hanna Stína lærði innahússarkitektúr á Ítalíu og segir Ítali leiðandi í hönnunarheiminum. Eitt af fyrstu merkjunum sem heillaði hana upp úr skónum er Minotti. Draumaverkefni Hönnu Stínu eru þegar hún getur teiknað allar innréttingar frá grunni, valið húsgögnin og raðað öllu inn áður en fólkið flytur inn. Andersen Quilt sófinn í Módern er draumasófinn hennar Hönnu Stínu „Helst vil ég vera búin að kveikja á kertum og raða púðum á rúmið þegar fólk kemur. Skemmtilegustu verkefnin eru þegar kúnninn treystir manni fyrir öllu.“ Aston-stóllinn er í uppáhaldi hjá hönnu Stínu. „Það er svo ótrúlega skemmtilegt að vera partur af verkefnunum og sjá lokaafraksturinn verða að veruleika,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern en Módern vinnur náið með arkitektum og hönnuðum að fjölbreyttum verkefnum. „Oft eru húsgagnakaupin lokahnykkurinn í stóru framkvæmdaverkefni því þegar húsgögnin mæta þá er allt svo gott sem tilbúið. Það er líka afar skemmtilegt þegar fólk er að breyta til að fylgjast með hvað eitt húsgagn, ljós eða annað getur breytt miklu í rými. Við finnum fyrir miklum áhuga hjá fólki á að gera heimilið að griðarstað. Fólk hugsar meira um hvernig nýta má rýmið og hlutina á sama tíma og hugsað er um þægindi, gæði, fegurð og andrúmsloftið sem skapað er á heimilinu. Hringborð skapa til dæmis skemmtilega stemningu og nánd og opna rýmið á skemmtilegan hátt og við höfum tekið eftir miklum áhuga á stækkanlegu hringborðunum frá Kristensen & Kristensen hjá okkur." „Sinus hægindastóllinn frá Cor sem Hanna Stína notar mikið er hönnunarklassík frá árinu 1976. Form stólsins er einstakt og glæsilegt og stóllinn er einstaklega þægilegur, ruggar þegar sest er í hann og púðarnir dásamlega mjúkir,“ segir Úlfar. Hanna Stína notar Sinus stólinn oft í verkefnum sínum. Hanna Stína nefndi að skapa mætti Vá faktor með flottri lýsingu og Úlfar tekur undir það. „Ljós eru oft álitin skartgripir heimilisins, og er því mikilvægt að finna það rétta. Ljós eru auðvitað praktískur hlutur en líka gaman að horfa á þau sem skúlptúr eða skrautmun. Gaman er að sjá þegar fólk velur sér ljós sem tekið er eftir, og passar heimilinu vel.“ fallegur arinn getur orðið eins og hjartað í stofunni samkvæmt Hönnu Stínu Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira
Hanna Stína býr yfir margra ára reynslu og kann að lesa í viðskiptavini sína og koma til móts við þeirra þarfir. Hún segir hennar eigin stíl samt alltaf skína í gegn. Það fyrsta sem hún hugsi inn í stofurými sé „Vá faktor“. Það geti verið glæsileg hilla með lýsingu, mikilfengleg ljósakróna eða risastór vasi. Það sé gaman að taka sénsa í stærðum og ýktum hlutföllum þegar það er hægt. Hægt er að búa til sannkallaðan Vá faktor með Crown ljósakrónunni Hún er óhrædd við að blanda saman viðartegundum í rými og ólíku efni og áferð og segir allt að níu ólíkar efnistegundir geta farið saman inn á heimilið. Hanna Stína blandar iðulega saman mismunandi efnum og áferðum sem harmonera vel saman „Það má blanda saman en passa uppá harmoníu. Flauel og gróft áklæði til dæmis og mér finnst gaman að sjá bólstrun og stungur. Það má leika sér með liti, ekki bara hafa flata gráa pallettu.“ Hanna Stína lærði innahússarkitektúr á Ítalíu og segir Ítali leiðandi í hönnunarheiminum. Eitt af fyrstu merkjunum sem heillaði hana upp úr skónum er Minotti. Draumaverkefni Hönnu Stínu eru þegar hún getur teiknað allar innréttingar frá grunni, valið húsgögnin og raðað öllu inn áður en fólkið flytur inn. Andersen Quilt sófinn í Módern er draumasófinn hennar Hönnu Stínu „Helst vil ég vera búin að kveikja á kertum og raða púðum á rúmið þegar fólk kemur. Skemmtilegustu verkefnin eru þegar kúnninn treystir manni fyrir öllu.“ Aston-stóllinn er í uppáhaldi hjá hönnu Stínu. „Það er svo ótrúlega skemmtilegt að vera partur af verkefnunum og sjá lokaafraksturinn verða að veruleika,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern en Módern vinnur náið með arkitektum og hönnuðum að fjölbreyttum verkefnum. „Oft eru húsgagnakaupin lokahnykkurinn í stóru framkvæmdaverkefni því þegar húsgögnin mæta þá er allt svo gott sem tilbúið. Það er líka afar skemmtilegt þegar fólk er að breyta til að fylgjast með hvað eitt húsgagn, ljós eða annað getur breytt miklu í rými. Við finnum fyrir miklum áhuga hjá fólki á að gera heimilið að griðarstað. Fólk hugsar meira um hvernig nýta má rýmið og hlutina á sama tíma og hugsað er um þægindi, gæði, fegurð og andrúmsloftið sem skapað er á heimilinu. Hringborð skapa til dæmis skemmtilega stemningu og nánd og opna rýmið á skemmtilegan hátt og við höfum tekið eftir miklum áhuga á stækkanlegu hringborðunum frá Kristensen & Kristensen hjá okkur." „Sinus hægindastóllinn frá Cor sem Hanna Stína notar mikið er hönnunarklassík frá árinu 1976. Form stólsins er einstakt og glæsilegt og stóllinn er einstaklega þægilegur, ruggar þegar sest er í hann og púðarnir dásamlega mjúkir,“ segir Úlfar. Hanna Stína notar Sinus stólinn oft í verkefnum sínum. Hanna Stína nefndi að skapa mætti Vá faktor með flottri lýsingu og Úlfar tekur undir það. „Ljós eru oft álitin skartgripir heimilisins, og er því mikilvægt að finna það rétta. Ljós eru auðvitað praktískur hlutur en líka gaman að horfa á þau sem skúlptúr eða skrautmun. Gaman er að sjá þegar fólk velur sér ljós sem tekið er eftir, og passar heimilinu vel.“ fallegur arinn getur orðið eins og hjartað í stofunni samkvæmt Hönnu Stínu
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira