Áskorendamótið í beinni: Barist um seinustu sætin á Stórmeistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. mars 2023 19:16 Viðureign Viðstöðu og LAVA verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi. Seinasti keppnisdagur Áskorendamótsins í CS:GO fer fram í kvöld sem þýðir að nú fer hver að verða seinastur að vinna sér inn sæti á sjálfu Stórmeistaramótinu. Fimm lið hafa unnið sér inn keppnisrétt á Stórmeistaramótinu og í kvöld kemur í ljós hvaða þrjú lið verða seinust yfir línuna og hvaða þrjú lið verða svo óheppin að missa af sæti á seinustu stundu. Sýnt verður frá Áskorendamótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi, en það verður viðureign Viðstöðu og LAVA sem sýnd verður í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Áskorendamótið, eða Áskorendastig Stórmeistaramótsins, er sett upp í svokallað „swiss-format“ þar sem sextán lið hefja keppni og vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti á Stórmeistaramótinu sjálfu. Liðin falla þó ekki úr leik þó þau tapi einum leik, heldur þarf að tapa þremur viðureignum til að falla úr leik. Myndin hér fyrir neðan útskýrir fyrirkomulagið ágætlega. Nú er mótið komið á það stig að öll liðin sem eftir eru hafa leikið fjóra leiki. Þrjú lið munu því vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu í kvöld og þrjú lið munu falla úr leik. Eins og áður segir verður viðureign Viðstöðu og LAVA í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan, en hægt er að fylgjast með hinum viðureignum kvöldsins á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtakana með því að smella á þær fyrir neðan spilarann. ÍBV - xatefanclub TEN5ION - Fylkir Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn
Fimm lið hafa unnið sér inn keppnisrétt á Stórmeistaramótinu og í kvöld kemur í ljós hvaða þrjú lið verða seinust yfir línuna og hvaða þrjú lið verða svo óheppin að missa af sæti á seinustu stundu. Sýnt verður frá Áskorendamótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi, en það verður viðureign Viðstöðu og LAVA sem sýnd verður í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Áskorendamótið, eða Áskorendastig Stórmeistaramótsins, er sett upp í svokallað „swiss-format“ þar sem sextán lið hefja keppni og vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér sæti á Stórmeistaramótinu sjálfu. Liðin falla þó ekki úr leik þó þau tapi einum leik, heldur þarf að tapa þremur viðureignum til að falla úr leik. Myndin hér fyrir neðan útskýrir fyrirkomulagið ágætlega. Nú er mótið komið á það stig að öll liðin sem eftir eru hafa leikið fjóra leiki. Þrjú lið munu því vinna sér inn sæti á Stórmeistaramótinu í kvöld og þrjú lið munu falla úr leik. Eins og áður segir verður viðureign Viðstöðu og LAVA í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og hér á Vísi í spilaranum hér fyrir neðan, en hægt er að fylgjast með hinum viðureignum kvöldsins á Twitch-hliðarrásum Rafíþróttasamtakana með því að smella á þær fyrir neðan spilarann. ÍBV - xatefanclub TEN5ION - Fylkir
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn