Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.

Í kvöldfréttum greinum við frá fjölgun fólks með fjölþættan vanda sem sækir gistiskýli borgarinnar. Bæði Reykjavíkurborg og heilbrigðisráðherra vinna að endurskoðun þjónustu við þennan hóp og er þá meðal annars horft til víðtækari úrræða og varanlegt neyslurými.

Hagfræðiprófessor segir viðbrögð fólks við falli tveggja banka í Bandaríkjunum sýna að fólk hafi ekki gleymt hruninu og beri ekki fullt traust til fjármálakerfisins. - Lögreglan segist vera við það að handtaka mann sem hleypti af haglabyssu inn á skemmtistað í miðborginni í gærkvöldi en víðtæk leit hefur staðið yfir að manninum.

Við heyrum í fjármálaráðherra sem segir ekki koma til greina að gerðar verði breytingar á EES-samningnum sem komi öðrum þjóðum vel en muni kippa fótunum undan alþjóðafluginu eins og það hafi verið byggt upp á Íslandi undanfarna áratugi.

Og Magnús Hlynur segir okkur frá því hvernig hjúkrunarmenntað fólk frá Filippseyjum hefur hlaupið í skarðið í mikilli manneklu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×