„Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland“ Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2023 14:30 Viktor Gísli Hallgrímsson, íslenska vörnin og stuðningsfólkið í höllinni átti allt ríkan þátt í stórsigri Íslands í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Landsliðsþjálfari Tékka sagði að vissulega væru menn svekktir eftir tapið stóra gegn Íslandi í gær, í undankeppni EM karla í handbolta, en að Ísland ætti einfaldlega leikmenn úr fremstu röð. Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
Tékkar unnu óvæntan en afar öflugan sigur gegn Íslendingum á fimmtudag, á heimavelli sínum í Brno, 22-17. Þar með þurfti Ísland sex marka sigur í Laugardalshöll í gær til að geta náð efsta sæti riðilsins en íslensku strákarnir gerðu enn betur og unnu með níu mörkum, 28-19. „Lykilatriðið var seinni hálfleikurinn,“ sagði Xavier Sabaté, hinn spænski þjálfari Tékka, við tékkneska fjölmiðla eftir leikinn í Reykjavík í gær og bætti við: „Að þessu sinni var sóknarleikur okkar ekki nógu góður til að standast liði eins og Íslandi snúninginn. Þessi andstæðingur er einfaldlega með fyrsta flokks leikmenn. Við vorum enn inni í leiknum í fyrri hálfleik en heilt yfir áttum við í miklum vandræðum með skotin okkar í dag. Þetta var ekki eins og í fyrri leiknum.“ Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, en fékk svo aðeins á sig sjö mörk í seinni hálfleiknum enda var varnarleikur Íslands stórkostlegur og Viktor Gísli Hallgrímsson sömuleiðis frábær í markinu. „Í seinni hálfleiknum gerðum við átta tæknifeila í sókninni. Þá er ómögulegt að vinna lið á borð við Ísland. Andstæðingarnir voru betur undirbúnir eftir lexíuna úr fyrri leiknum og frábært andrúmsloftið hérna í höllinni hjálpaði þeim. Það er leitt að tapa en svona eru íþróttirnar stundum. Við erum svekktir en við tökum fullt af jákvæðum hlutum frá þessari viku. Við verðum að halda áfram að bæta okkur,“ sagði Sabaté. Hvorki Íslendingar né Tékkar hafa formlega tryggt sér sæti á EM ennþá en þó má slá því föstu að bæði lið komist á mótið. Það verður endanlega staðfest í næsta mánuði þegar riðlakeppninni lýkur en Ísland mætir þá Ísrael á útivelli og svo Eistlandi á heimavelli. Sigrar í báðum leikjum tryggja Íslandi efsta sæti 3. riðils og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki á EM, sem forðar liðinu frá því að lenda í riðli með öðrum af bestu landsliðum Evrópu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30 „Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01 „Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28 Mest lesið Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Sjá meira
„Ber það með sér að finnast ógeðslega gaman að spila vörn“ Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu. 13. mars 2023 10:30
„Vildum svara svo svakalega fyrir það sem gerðist úti í Tékklandi“ Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær. 13. mars 2023 09:01
„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“ Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung. 12. mars 2023 18:28