Slökkva eldana á BBC: Viðræður ganga vel á milli Lineker og BBC Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 08:42 Ljósmyndarar og fjölmiðlamenn eltu Gary Lineker út um allt um helgina. Getty/Hollie Adams/ Mál sjónvarpsmannsins Gary Lineker og ósætti hans við yfirmenn sína hjá BBC virðist vera að leysast eftir að allt sauð upp úr um helgina. Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
Samtakamáttur samstarfsmanna Lineker varð til þess, að eftir að hann var settur út í kuldann fyrir ummæli um bresku ríkisstjórnina á samfélagsmiðlum, þá hættu allir sérfræðingar við að mæta í þáttinn þannig að hann var sendur út í mýflugumynd. Talks between #GaryLineker and the #BBC are reportedly moving in the right direction following a second day of the presenter s absence from Match of the Day.Follow for latest update https://t.co/rYVdhf5nKA— The Independent (@Independent) March 13, 2023 Lineker hafði verið sendur í leyfi frá störfum eftir að hafa tjáð sig um útlendingamál í Bretlandi en hann gagnrýndi þá stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks og líkti henni við hugsunarhátt Þjóðverja á tímum Nasista. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur, að tjá sig um pólitísk málefni. Lineker stóð hins vegar fastur á sínu og neitaði að biðjast afsökunar. Talks between Gary Lineker and BBC "moving in right direction" but all issues "not fully resolved", sources say https://t.co/oO3fQPRZj3— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 12, 2023 Tim Davie, yfirmaður hjá BBC og sá sem tók þessa ákvörðun um að setja Lineker út í kuldann, þurfti að biðja áskrifendur afsökunar á hvernig hlutirnir fóru um helgina. Einn vinsælasti þátturinn var sendur út án sérfræðinga eða umsjónarmanns. Þátturinn var bara fimmtán mínútur en er vanalega klukkutíma lengri en það. Afleiðingarnar voru ekki bara á Match of the Day þáttinn heldur á alls konar tengda dagskrá á miðlum BBC því allir stóðu fast við bakið á Lineker. Nýjustu fréttir af málinu eru að viðræður milli hans og breska ríkisútvarpsins gangi vel. Samkvæmt frétt á vef BBC þá lítur allt út fyrir það að Lineker komi aftur til starfa og dagskrá þáttarins vinsæla getur þá tekið upp þráðinn og haldið áfram í sömu mynd. Viðræður eru vissulega sagðar ganga mjög vel á milli aðila en einn eigi þó eftir að ganga frá nokkrum lausum endum. Lineker er fyrrverandi stjörnuframherji enska landsliðsins auk þess að gera flotta hluti með liðum eins og Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur. Hann hefur undanfarin ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja, og er orðinn einn þekktastir og vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar.
Enski boltinn Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira