Björgvin Páll skammar fjölmiðla: „Stærstu miðlarnir farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 13:31 Björgvin Páll kallar eftir standard í umfjöllun fjölmiðla um landsliðið. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, tekur íslenska fjölmiðlamenn á teppið í færslu á Facebook. Hann kallar eftir „standard“ í umfjöllun fjölmiðla. Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland! Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Björgvin Páll skrifar langa færslu á Facebooksíðu sína í dag þar sem hann gagnrýnir fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun sína um landsliðið. Landsliðið hefur verið í brennidepli eftir vonbrigðin á heimsmeistaramótinu í upphafi árs og fékk mikla gagnrýni eftir tapið gegn Tékkum á miðvikudagskvöldið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari fyrir skömmu en hann var sömuleiðis gagnrýndur eftir heimsmeistaramótið og í kjölfarið var rætt um að Guðmundur hefði verið búinn að missa klefann, að í landsliðshópnum væru skemmd epli og að úr búningsklefanum væru að berast upplýsingar til fjölmiðla. Í færslu Björgvins Páls kallar hann eftir standard í umfjöllun um landsliðið og hann segir að fjölmiðlar séu farnir að éta upp drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna. „Ef standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer.“ „Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt,“ skrifar Björgvin en hann segir bull og ringulreiðina í fjölmiðlum vera vanvirðingu við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. „Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagnrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi.“ Björgvin Páll verður í marki Íslands í leiknum gegn Tékkum í dag en leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi frá klukkan 15:00. Alla færslu Björgvins Páls má lesa hér fyrir neðan. Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Valsmafían, fyrirliðinn enginn leiðtogi, skemmd epli, leikmenn að moka undan þjálfara, landsliðsmenn að biðja vini að senda “fjölmiðlamanni“ skilaboð, vantar íslenska hjartað, klefinn lekur, skítadreifarar, leikmenn eiga skammast sín og ég veit ekki hvað... Ef að standardinn okkar í fyrri leiknum gegn Tékklandi var lítill þá veit ég ekki hvaða orð er hægt að nota um standardinn sem kominn er á okkar fjölmiðla þegar kemur að umfjöllun. Stærstu og virtustu miðlarnir okkar eru farnir að éta upp allskonar drasl frá fjölskyldumeðlimum leikmanna, mönnum sem hafa varla spilað leikinn eða einstaklingum sem hafa hreinlega ekki nægilega þekkingu á íþróttinni til þess að geta tjáð sig um það sem fram fer. Ný dönsk orðaði þetta ágætlega í laginu sýnu – Lærðu að ljúga : „Ef þú trúir því að þú vitir allt, að þá veistu ekki neitt“. Leyfum Twitter að vera Twitter, leyfum sófaséfræðingum að vera sófasérfræðingar og leyfum fréttamönnum að vera fréttamenn. Þetta bull og þessi ringulreið í fjölmiðlum er einnig vanvirðing við þá stétt fréttamanna sem hafa það að atvinnu að fjalla um íþróttir. Hættum að eltast einungis við “smelli“, förum að bera virðingu fyrir íþróttafólkinu okkar og berum virðingu fyrir þeim fyrirmyndum sem að við erum að reyna byggja upp með íþróttum. Það að spila fyrir landsliðið er ekki atvinna okkar og við erum að þessu því að okkur langar það... fyrir liðið, fyrir þjóðina, fyrir fólkið okkar... Ég skora hér með á okkar stærstu fjölmiðla að sýna standard í sinni umfjöllun. Það er enginn að tala um að það megi ekki gagrýna. Höfum það bara á faglegum nótum og laust við stæla og almenn leiðindi. Èg er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessum hópi! Hópur með frábæran fyrirliða og leiðtoga, unga stráka sem hafa unnið sér það inn að spila fyrir Ísland án þess að hafa þurft á “mafíu“ að halda til að komast í liðið, lið með risastórt íslenskt hjarta og lið sem er með einn sterkasta klefa sem ég hef setið í. Hlakka til að sjá Höllina fulla á eftir og finna fyrir öskrunum í gegnum sjónvarpið! Áfram Ísland!
Landslið karla í handbolta Fjölmiðlar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti