Lineker út í kuldann vegna ummæla á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 19:01 Gary Lineker á góðri stundu. Getty Images Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Lineker gagnrýndi nýverið stefnu breskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hét því á dögunum að hann myndi stöðva straum ólöglegra innflytjenda til landsins með því að „snúa bátnum við“ en fjöldi fólks kemur til landsins með smábátum yfir Ermasundið. Lineker var ekki sáttur með þessa ákvörðun og lét pirring sinn í ljós á samfélagsmiðlum. Það stríðir gegn reglum BBC, breska ríkisútvarpsins, þar sem Match of the Day er sýndur. Hann hefur því verið sendur í tímabundið leyfi en í gær, fimmtudag, stefndi Lineker enn á að stýra þættinum á laugardagskvöld. Well, it s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It s been overwhelming.— Gary Lineker (@GaryLineker) March 9, 2023 Í yfirlýsingu BBC segir: „Það hefur verið ákveðið að Lineker stýri ekki Match of the Day þangað til við höfum komist að samkomulagi um notkun hans á samfélagsmiðlum. Við höfum aldrei sagt að Gary ætti ekki að hafa skoðanir á pólitískum málum en við höfum sagt að hann megi ekki taka afstöðu með eða gegn þeim.“ Ian Wright, fyrrverandi framherji Arsenal, enska landsliðsins og tíður gestur þáttarins, stendur með Lineker og mun ekki mæta í þátt morgundagsins. Everybody knows what Match of the Day means to me, but I ve told the BBC I won t be doing it tomorrow. Solidarity.— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023 Sömu sögu er að segja af markamaskínuni fyrrverandi Alan Shearer, fyrrverandi framherja Newcastle United og enska landsliðsins. I have informed the BBC that I won t be appearing on MOTD tomorrow night.— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023 Match of the Day er markaþáttur þar sem farið er yfir leiki ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er sýndur á laugardags- og sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn fór í loftið árið 1964. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Bretland Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira