Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum heyrum við í Valmundi Valmundssyni formanni Sjómannasambands Íslands en í dag felldu félagar í öllum sextán aðildarfélögum sambandsins nýgerðan kjarasamning með miklum meirihluta atkvæða. Samningnum var hafnað með 67 prósentum atkvæða en 32 prósent samþykktu samninginn. Hann þótti marka tímamót þótt ekki væri fyrir annað en gildistímann sem var tíu ár. Skipstjórnarmenn í Sjómannafélagi Íslands hafa hins vegar samþykkt samninginn.

Við skoðum við gífurlegan sóðaskap og umhverfisspjöll í fjörunni við Straumsvík þar sem fólk losar sig við allt frá plastflöskum, slitnum klæðnaði upp í sjónvarpstæki. Formaður bæjarráðs segir þetta ekki einsdæmi.

Við höldum áfram að fjalla um meint menningarnám í flutningi Íslensku óperunnar á Madama Butterfly og heyrum í manni af asískum uppruna sem segist sleginn yfir sýningunni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×