Nú má heita Chloé og Gleymmérei Máni Snær Þorláksson skrifar 10. mars 2023 13:36 Mannanafnanefnd samþykkti þrettán ný nöfn í gær. Getty Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni. Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar. Mannanöfn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Átta kvenkyns nöfn og fimm karlkyns nöfn voru samþykkt. Nefndin samþykkti kvenkyns nöfnin Gleymmérei, Gúrí, Naní, Eiva, Chloé, Emilí, Lillýana og Leya. Karlkyns nöfnin sem samþykkt voru eru: Dímon, Myrkár, Sigurmáni, Fædon og Benjamin. Eiginnafnið Emilí var fært á mannanafnaskrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Emilý og eiginnafnið Benjamin var fært á skrá sem ritháttarafbrigði nafnsins Benjamín. Það var millinafnið Kims sem mannanafnanefnd ákvað að hafna í gær. Ástæðan fyrir höfnuninni er sú að millinafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni og uppfyllir það því ekki sjöttu grein laga um mannanöfn. Chloé aðeins samþykkt vegna hefðar Úrskurðurinn fyrir eiginnafnið Chloé er ansi ítarlegur en nefndin taldi það uppfylla þrjú af fjórum skilyrðum sem mannanöfn þurfa að uppfylla. 1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nefndin telur nafnið Chloé uppfylla skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. „Það tekur íslenskri eignarfallsendingu, Chloé, samanber til hliðsjónar eiginfalli Salóme, brýtur ekki í bág við íslenskt málkerfi og er ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum. „Nafnið er aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks þar sem bókstafurinn c er ekki í íslenska stafrófinu og hljóðgildi stafsins é í nafninu ekki það sama og almennt í íslensku, það er tvíhljóðið je. Þannig er aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir þessum rithætti þess.“ Í skilyrði númer þrjú er þó tekið fram að nafnið þurfi ekki að vera ritað í samræmi við almennar ritreglur sé hefð fyrir öðrum rithætti þess. Taldi nefndin að hefð væri fyrir rithættinum þar sem að um franskt tökunafn er að ræða og rithátturinn er gjaldgengur í veitimálinu og víðar.
1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. 2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. 3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. 4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mannanöfn Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira