Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 11:42 Ljósmæðrafélag Íslands í samvinnu við Vinnumálastofnun stendur fyrir söfnun á ungbarnafatnaði og öðrum nauðsynlegum hlutum fyrir nýbura. Vísir/Vilhelm Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð. Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnunina ekki endilega til marks um að meira sé um fátækt en áður hjá konum sem nýlega hafi eignast börn. Fjöldi kvenna hafi hins vegar fengið hæli á Íslandi undanfarna mánuði og misseri, ekki hvað síst eftir innrás Rússa í Úkraínu. Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir eðlilega erfitt fyrir konur á flótta að koma hingað án maka með börn og jafnvel þungaðar.aðsend mynd „Sem eru í raun og veru tiltölulega allslausar. Eða eru ekki með viðeigandi fatnað og búnað fyrir ungabörn. Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því til dæmis hvað er kalt hérna á Íslandi og að þær þurfi hlý föt,“ segir Unnur Berglind. Það væri mismunandi milli daga og vikna hvað þörfin væri mikil. „Þannig að núna erum við svolítið að koma upp lager. Þannig að við eigum hlý föt, teppi og fatnað, fyrir þessar konur þegar þær koma inn í fæðingu,“ segir formaður Ljósmæðrafélagsins. Unnur segir söfnunina vera í samvinnu við Vinnumálastofnun og hjúkrunarfræðinga sem sinna konum þar. Tekið verði á móti fatnaði og öðrum búnaði á miðvikudögum og viðbrögðin hafi verið góð strax á fyrsta söfnunardegi í þessari viku. „Alveg ótrúlega góð. Maður sér inn í prjónahópum á Facebook að þær eru að taka sig saman og eru að prjóna. Við höfum fengið mikið af bílstólum sem eru í lagi. Það er til svo mikið inni í geymslum hjá fólki og frábært að geta nýtt hluti aftur,“ segir Unnur Berglind. Ljósmæður finni fyrir auknu álagi vegna fjölgunar kvenna sem fengið hefðu hæli á Íslandi og mæðraverndin væri flóknari þar sem oft þyrfti að styðjast við túlka. Þá væru margar kvennanna eðlilega í áfalli eftir að hafa flúið hörmulegar aðstæður eins og stríðið í Úkraínu. Erfitt er að greina hvort fæðingatíðni hafi aukist með komu flóttakvenna, þar sem fæðingum fjölgaði almennt töluvert eftir covid faraldurinn.Vísir/Vilhelm „Það er náttúrlega mjög erfitt að koma hingað jafnvel einar og makalausar. Með börn og þungaðar. Þannig að þetta er mikið álag.“ Það væri hins vegar erfitt að meta á þessum tímapunkti hvort fæðingartíðni væri að aukast almennt í landinu vegna komu kvenna í hælisleit. „Af því að það var svo mikil aukning á fæðingum eftir covid og fæðingartíðni fór lækkandi. Þannig að maður þarf að sjá aðeins lengri tíma, hvaða áhrif þetta er að hafa á fæðingafjöldan hérna.“ Þannig að það komu mörg börn undir í covid? „Já.“ Fólk hefur haft eitthvað að gera heima hjá sér þegar voru samkomutakmarkanir? „Já, það gafst kannski meiri tími,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir. Tekið er á móti gjöfum á miðvikudögum milli klukkan 15-16 í Domus Medica (Egilsgötu 3-5) 5 hæð.
Hælisleitendur Börn og uppeldi Landspítalinn Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira