Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2023 20:49 Fangelsið að Sogni. Magnús Hlynur „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“ Fangelsismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“
Fangelsismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira