Versti hálfleikur íslenska karlalandsliðsins í næstum því 24 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 11:21 Það þarf að fara næstum því aldarfjórðung aftur í tímann til að finna jafnslaka frammistöðu í sóknarleiknum í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik í tapleiknum á móti Tékkum í gær. Þetta er ein versta frammistaða liðsins í einum hálfleik í sögu undankeppni EM. Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira