Versti hálfleikur íslenska karlalandsliðsins í næstum því 24 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 11:21 Það þarf að fara næstum því aldarfjórðung aftur í tímann til að finna jafnslaka frammistöðu í sóknarleiknum í undankeppni EM. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik í tapleiknum á móti Tékkum í gær. Þetta er ein versta frammistaða liðsins í einum hálfleik í sögu undankeppni EM. Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Íslensku strákarnir arnir nýttu aðeins 7 af 17 skotum sínum í hálfeiknum sem gerir 41 prósent skotnýtingu auk þess að liðið tapaði átta boltum í hálfleiknum. Það þýðir því að íslenska liðið klikkaði bæði á fleiri skotum og tapaði fleiri boltum en liðið skoraði af mörkum. Aðeins fjórir leikmenn skoruðu í hálfleiknum eða þeir Viggó Kristjánsson (3), Bjarki Már Elísson (2), Sigvaldi Björn Guðjónsson (1) og Gísli Þorgeir Kristjánsson (1). Metið var vissulega í hættu en féll þó ekki. Íslenska metið er áfram frá því skelfilegum leik í Moskvu í nóvember 1995 en það þarf aftur á móti að fara allt til ársins 1999 til að finna verri hálfleik hjá íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Forsíðufrétt íþróttkálfs Morgunblaðsins eftir leikinn í Sviss í maí 1999.timarit.is Íslenska landsliðið skoraði síðasta bara sjö mörk í einum hálfleik í undankeppni í leik á móti Sviss í undankeppni EM 2000. Íslenska liðið tapaði þá seinni hálfleiknum 7-13 og þar með leiknum níu marka mun, 20-29. Framhaldið á þeim boðar reyndar gott fyrir íslenska liðið. Seinni leikurinn í Kaplakrika vannst nefnilega með níu marka mun, 32-23, og það dugði til að tryggja íslenska liðinu sæti á sínu fyrsta Evrópumóti. Nú er bara að vona íslensku strákarnir geti rifið sig upp eins og þá en Tékkar mæta í Laugardalshöllina um helgina. Mörkin voru bara sautján í heildina sem var einnig nálægt því minnsta hjá íslenska karlalandsliðinu í undankeppni Evrópumótsins. Þetta var enn fremur það næstminnsta sem íslenska liðið hefur skorað í leik í undankeppni EM síðan að liðið skoraði bara fjórtán mörk í umræddum Moskvuleik 5. nóvember 1995. Því má ekki gleyma að á þessum tími var handboltinn mun hægari en hann er í dag enda engin hröð miðja og alls enginn ofurhröð miðja eins og er oft í handboltaleikjum eftir breytingar á reglum við að koma boltanum aftur í leik. Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Fæst mörk í einum hálfleik í undankeppni EM 5 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 7 mörk Seinni hálfleikur á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 Seinni hálfleikur á útivelli á móti Sviss 27. maí 1999 8 mörk Fyrri hálfleikur á heimavelli á móti Rússlandi 1. nóvember 1995 - Fæst mörk í einum leik í undankeppni EM 14 mörk á útivelli á móti Rússlandi 5. nóvember 1995 17 mörk á útivelli á móti Tékkland 8. mars 2023 18 mörk á útivelli á móti Króatíu 1. desember 1993 19 mörk á móti Rúmeníu 27. september 1995
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira