Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. mars 2023 10:24 Daði Björnsson, við hlið Páls Jónssonar á lokadegi aðalmeðferðar í gær. Vísir Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Daða, krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa við málflutning í gær á lokadegi aðalmeðferðar. Daði er ákærður fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnlagabroti auk þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Þá er hann einnig ákærður fyrir ræktun og sölu fíkniefna. Hann er á meðal fjögurra sakborninga sem ákærðir eru fyrir að hafa ætlað að flytja inn 100 kíló af kókaíni til landsins, sem falin voru í viðardrumbum. Þátttakan hluti af sjálfskaðandi hegðun Arnar lýsti því að Daði hefði frá upphafi gengist við hans hlut og sagt skýrt og rétt frá, bæði í skýrslutökum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann útskýrði að daði hefði á þessum tíma verið í neyslu fíkniefna, hefði „leiðst út í ræktun kanabissefna og sölu.“ Hann sagði einstaklinga í þessari stöðu oft upplifa að þeir hafi litlu að tapa. „Þátttaka í svona er bara hluti af sjálfsskaðandi hegðun,“ sagði Arnar Kormákur. Hann sagðist ekki nefna þetta fyrir vorkunn en þetta skipti verulegu máli fyrir trúverðugleika. „Það er ekki óeðlilegt og ótrúverðugt að maður í þessari stöðu fallist á þetta þrátt fyrir að hafa ekki forsendur á reiðum höndum.“ Daði tók iðnaðarhúsnæði að Gjáhellu í Hafnarfirði á leigu. Þangað fór hann með efnin, vigtaði hluta þeirra og pakkaði. Hann var handtekinn 4.mars þegar hann var með 35 kíló í bílnum hjá sér. Vísir/Vilhelm Þá sagði hann Daða hálfgert eyland í málinu, en hann kom að málinu eftir að innflutningur efnanna hafði átt sér stað. Hlutverk hans var að taka á móti efnunum af Páli Jónssyni, fara með þau í geymsluhúsnæði sem Daði hafði tekið á leigu í Gjáhellu, vigta hluta þeirra og pakka þeim. Viljalaust verkfæri í höndum Nonna Lögregla hafði fylgst með hinum mönnunum en hafði ekki upplýsingar um aðkomu Daða fyrr en 4. ágúst, á handtökudeginum. Hinir mennirnir þrír höfðu allir verið í samskiptum í aðdraganda innflutningsins en enginn af þeim hefur sagst hafa þekkt Daða eða vitað af hans þátttöku. Nonni tók við fyrirmælum af ónefndum aðila sem kallaði sig ýmis Nonni, Harry eða Trucker. Arnar Kormákur sagði Daða til happs að samskipti við þennan aðila liggi fyrir. „Þau sýna að hann tók engar ákvarðanir og skipulagði ekki neitt“, sagði hann. „Hann var í raun viljalaust verkfæri í höndum þessa manns.“ Þá gagnrýndi Arnar rannsókn lögreglu og sagði málið greinilega ekki að fullu upplýst þar sem lögregla hafi sagt að enn væri verið að leita að óþekktum aðilum sem tengdust því. Hann sagði Dafa hafa verið samvinnuþýðan í rannsókn lögreglu og að hann hefði nýtt sér tímann í gæsluvarðhaldi til góðs. Hann stundaði nám við FSU og væri virkur í AA starfi á Litla Hrauni. Telur þriggja ára fangelsisvist eðlilega refsingu Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er tólf ára fangelsisvist. Arnar Kormákur sagði ótækt að ákvarða refsingu Daða líkt og hann væri „einhver aðalmaður brotsins.“ Hann sagði það ekki standast neina skoðun að sá sem eigi veigaminni þátt fái álíka refsingu og sá sem skipuleggur brotið. Ef það yrði flutt inn tonn af fíkniefnum, fengu bara allir tólf ára dóm? Fengu allir jafn mikinn dóm, jafnframt þeir sem skipulögðu innflutning á tonninu og sá sem lánaði bílskúrinn sinn til að geyma efnin? Arnar Kormákur lauk málflutningi sínum á að segjast telja eðlilega refsingu Daða þriggja ára fangelsi. Hann miðaði við Skútumálið svokallaða árið 2009, þar sem aðili sem tók við efnunum fékk þriggja ára dóm. „Þar um bil og eitthvað til viðbótar fyrir peningaþvætti er eðlileg refsing.“ Nánari umfjöllum um aðkomu Daða og hinna mannanna má lesa í ítarlegri fréttaskýringu Vísis um málið. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 „Ég skil af hverju ég er búinn að vera fastur í þessum klefa“ Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 „Ég skil af hverju ég er búinn að vera fastur í þessum klefa“ Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi Daða, krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa við málflutning í gær á lokadegi aðalmeðferðar. Daði er ákærður fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnlagabroti auk þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi. Þá er hann einnig ákærður fyrir ræktun og sölu fíkniefna. Hann er á meðal fjögurra sakborninga sem ákærðir eru fyrir að hafa ætlað að flytja inn 100 kíló af kókaíni til landsins, sem falin voru í viðardrumbum. Þátttakan hluti af sjálfskaðandi hegðun Arnar lýsti því að Daði hefði frá upphafi gengist við hans hlut og sagt skýrt og rétt frá, bæði í skýrslutökum hjá lögreglu og fyrir dómi. Hann útskýrði að daði hefði á þessum tíma verið í neyslu fíkniefna, hefði „leiðst út í ræktun kanabissefna og sölu.“ Hann sagði einstaklinga í þessari stöðu oft upplifa að þeir hafi litlu að tapa. „Þátttaka í svona er bara hluti af sjálfsskaðandi hegðun,“ sagði Arnar Kormákur. Hann sagðist ekki nefna þetta fyrir vorkunn en þetta skipti verulegu máli fyrir trúverðugleika. „Það er ekki óeðlilegt og ótrúverðugt að maður í þessari stöðu fallist á þetta þrátt fyrir að hafa ekki forsendur á reiðum höndum.“ Daði tók iðnaðarhúsnæði að Gjáhellu í Hafnarfirði á leigu. Þangað fór hann með efnin, vigtaði hluta þeirra og pakkaði. Hann var handtekinn 4.mars þegar hann var með 35 kíló í bílnum hjá sér. Vísir/Vilhelm Þá sagði hann Daða hálfgert eyland í málinu, en hann kom að málinu eftir að innflutningur efnanna hafði átt sér stað. Hlutverk hans var að taka á móti efnunum af Páli Jónssyni, fara með þau í geymsluhúsnæði sem Daði hafði tekið á leigu í Gjáhellu, vigta hluta þeirra og pakka þeim. Viljalaust verkfæri í höndum Nonna Lögregla hafði fylgst með hinum mönnunum en hafði ekki upplýsingar um aðkomu Daða fyrr en 4. ágúst, á handtökudeginum. Hinir mennirnir þrír höfðu allir verið í samskiptum í aðdraganda innflutningsins en enginn af þeim hefur sagst hafa þekkt Daða eða vitað af hans þátttöku. Nonni tók við fyrirmælum af ónefndum aðila sem kallaði sig ýmis Nonni, Harry eða Trucker. Arnar Kormákur sagði Daða til happs að samskipti við þennan aðila liggi fyrir. „Þau sýna að hann tók engar ákvarðanir og skipulagði ekki neitt“, sagði hann. „Hann var í raun viljalaust verkfæri í höndum þessa manns.“ Þá gagnrýndi Arnar rannsókn lögreglu og sagði málið greinilega ekki að fullu upplýst þar sem lögregla hafi sagt að enn væri verið að leita að óþekktum aðilum sem tengdust því. Hann sagði Dafa hafa verið samvinnuþýðan í rannsókn lögreglu og að hann hefði nýtt sér tímann í gæsluvarðhaldi til góðs. Hann stundaði nám við FSU og væri virkur í AA starfi á Litla Hrauni. Telur þriggja ára fangelsisvist eðlilega refsingu Hámarksrefsing fyrir fíkniefnainnflutning er tólf ára fangelsisvist. Arnar Kormákur sagði ótækt að ákvarða refsingu Daða líkt og hann væri „einhver aðalmaður brotsins.“ Hann sagði það ekki standast neina skoðun að sá sem eigi veigaminni þátt fái álíka refsingu og sá sem skipuleggur brotið. Ef það yrði flutt inn tonn af fíkniefnum, fengu bara allir tólf ára dóm? Fengu allir jafn mikinn dóm, jafnframt þeir sem skipulögðu innflutning á tonninu og sá sem lánaði bílskúrinn sinn til að geyma efnin? Arnar Kormákur lauk málflutningi sínum á að segjast telja eðlilega refsingu Daða þriggja ára fangelsi. Hann miðaði við Skútumálið svokallaða árið 2009, þar sem aðili sem tók við efnunum fékk þriggja ára dóm. „Þar um bil og eitthvað til viðbótar fyrir peningaþvætti er eðlileg refsing.“ Nánari umfjöllum um aðkomu Daða og hinna mannanna má lesa í ítarlegri fréttaskýringu Vísis um málið.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 „Ég skil af hverju ég er búinn að vera fastur í þessum klefa“ Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 „Ég skil af hverju ég er búinn að vera fastur í þessum klefa“ Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39 „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22
„Ég skil af hverju ég er búinn að vera fastur í þessum klefa“ Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39
„Ég skil af hverju ég er búinn að vera fastur í þessum klefa“ Á myndbandi sem sýnt var við aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reyjavíkur í dag sést Jóhannes Páll Durr, einn sakborninga, brotna niður þegar lögregla upplýsir hann um að vigtun á efnunum hafi leitt í ljós að um rúmlega 99 kíló af kókaíni væri að ræða. Verjandi Jóhannesar segir lögreglu hafa sprengt málið upp á fáránlegum tímapunkti. 8. mars 2023 14:39
„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. 8. mars 2023 12:25