Saka Íslensku óperuna um rasisma Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:09 Fólk af asískum uppruna hefur gagnrýnt Íslensku óperuna fyrir „yellow face“. Íslenska óperan Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs. Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs.
Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira