Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 23:09 Myndir af blóðmítlunum sem fundust í fyrsta sinn hér á landi í villtum fugli í febrúar 2023. Karl Skírnisson Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. Frá fundinum er greint á vef tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, keldur.is. Þar segir að smyrillinn hafi verið illa á sig kominn og drepist fljótlega, eftir að smitast af gífurlegum fjölda mítla. Í framhaldinu hafi mítlarnir verið rannsakaðir. „Þarna var á ferðinni mítillinn Ornithonyssus sylviarum (Canestrini & Fanzago, 1877). Þetta tæplega 1 mm langa sníkjudýr sýgur blóð og lifir öll þroskastig í lífsferlinum á fuglinum sjálfum. Lífsferillinn tekur ekki nema 5-7 daga þannig að smit getur magnast hratt upp og smitun verður við snertingu,“ segir í frétt Keldna. Um sé að ræða mítil sem lifi bæði á villtum fuglum og búrafuglum og sé meðal annars þekktur af því að valda miklum skaða á hænsnabúum víða um heim. „Fundur þessa mítils hér á landi veldur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að hér er á ferðinni sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja auk þess sem smitið veldur hýslunum ómældri þjáningu.“ Þá eru fuglamerkingarmenn og aðrir sem handfjatla fugla hvattir til að safna blóðmítlum sem kunna að finnast og koma þeim í greiningu svo hægt sé að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi. This poor #merlin was found close by absolutely swarming with #parasites @solvirunar pic.twitter.com/SGRV4dw429— Þekkingarsetur Suðurnesja (@thekkingars) February 20, 2023 Dýr Skordýr Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Frá fundinum er greint á vef tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði, keldur.is. Þar segir að smyrillinn hafi verið illa á sig kominn og drepist fljótlega, eftir að smitast af gífurlegum fjölda mítla. Í framhaldinu hafi mítlarnir verið rannsakaðir. „Þarna var á ferðinni mítillinn Ornithonyssus sylviarum (Canestrini & Fanzago, 1877). Þetta tæplega 1 mm langa sníkjudýr sýgur blóð og lifir öll þroskastig í lífsferlinum á fuglinum sjálfum. Lífsferillinn tekur ekki nema 5-7 daga þannig að smit getur magnast hratt upp og smitun verður við snertingu,“ segir í frétt Keldna. Um sé að ræða mítil sem lifi bæði á villtum fuglum og búrafuglum og sé meðal annars þekktur af því að valda miklum skaða á hænsnabúum víða um heim. „Fundur þessa mítils hér á landi veldur áhyggjum, ekki hvað síst vegna þess að hér er á ferðinni sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja auk þess sem smitið veldur hýslunum ómældri þjáningu.“ Þá eru fuglamerkingarmenn og aðrir sem handfjatla fugla hvattir til að safna blóðmítlum sem kunna að finnast og koma þeim í greiningu svo hægt sé að fylgjast með þróun þessara mála hér á landi. This poor #merlin was found close by absolutely swarming with #parasites @solvirunar pic.twitter.com/SGRV4dw429— Þekkingarsetur Suðurnesja (@thekkingars) February 20, 2023
Dýr Skordýr Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent