Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2023 12:31 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. Grafík/Hjalti Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun. Auk formanns verður kosið um helming stjórnar VR eða sjö aðalfulltrúa og tvo varamenn. Fjórtán manns sitja í stjórn VR auk formanns og er kosið um helming stjórnarsæta hverju sinni til tveggja ára. Mesta athyglin beinist þó að formannskjörinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar Þór fær mótframboð í embætti formanns frá því hann var fyrst kjörinn árið 2017. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn honum árið 2021 og hafði Ragnar Þór betur með rétt ríflega 63 prósentum atkvæða. Elva Hrönn hefur starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði VR frá lokum árs 2019. Í kosningasíðu VR segir að helstu áherslur hennar séu meðal annars að endurheimta stöðu VR sem leiðandi afls í allri umræðu um jafnrétti og mannréttindi. Hún vilji beita sér fyrir öflugri kjara- og réttindabaráttu sem leiði af sér réttlátan og öruggan vinnumarkað fyrir alla. Ragnar Þór vill meðal annars fylgja eftir kröfugerð VR í yfirstandandi kjarasamningum þar sem helstu áherslur væru fjögurra daga vinnuvika (32 stundir), útvíkkun á veikindarétti, 30 daga orlof, atvinnulýðræði og auknar kjarabóta til millitekjuhópa. Formanns- og stjórnarkjör hefst á heimasíður VR klukkan níu í fyrramálið og stendur til hádegis miðvikudaginn 15. mars. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Þátturinn verður aðgengilegur á Vísi í heild sinni fljótlega að lokinni útsendingu. Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Auk formanns verður kosið um helming stjórnar VR eða sjö aðalfulltrúa og tvo varamenn. Fjórtán manns sitja í stjórn VR auk formanns og er kosið um helming stjórnarsæta hverju sinni til tveggja ára. Mesta athyglin beinist þó að formannskjörinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ragnar Þór fær mótframboð í embætti formanns frá því hann var fyrst kjörinn árið 2017. Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram gegn honum árið 2021 og hafði Ragnar Þór betur með rétt ríflega 63 prósentum atkvæða. Elva Hrönn hefur starfað sem sérfræðingur á þróunarsviði VR frá lokum árs 2019. Í kosningasíðu VR segir að helstu áherslur hennar séu meðal annars að endurheimta stöðu VR sem leiðandi afls í allri umræðu um jafnrétti og mannréttindi. Hún vilji beita sér fyrir öflugri kjara- og réttindabaráttu sem leiði af sér réttlátan og öruggan vinnumarkað fyrir alla. Ragnar Þór vill meðal annars fylgja eftir kröfugerð VR í yfirstandandi kjarasamningum þar sem helstu áherslur væru fjögurra daga vinnuvika (32 stundir), útvíkkun á veikindarétti, 30 daga orlof, atvinnulýðræði og auknar kjarabóta til millitekjuhópa. Formanns- og stjórnarkjör hefst á heimasíður VR klukkan níu í fyrramálið og stendur til hádegis miðvikudaginn 15. mars. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Þátturinn verður aðgengilegur á Vísi í heild sinni fljótlega að lokinni útsendingu.
Pallborðið Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira