Ekki beint kostnaðaraukning heldur ný framkvæmd Bjarki Sigurðsson skrifar 5. mars 2023 11:34 Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri opinbera hlutafélagsins Betri samgöngur, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni. Þar ræddu þeir samgöngusáttmálann sem margir telja að sé þegar sprunginn, áður en framkvæmdir eru hafnar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu í síðasta mánuði um að endurskoðunar ákvæði sáttmálans yrði virkjað. Meðal annars vegna þess að lítið hefur gerst á framkvæmdahlið sáttmálans og að kostnaður við sáttmálann hafi aukist um fimmtán milljarða. Davíð segir kostnaðurinn hafi ekki beint aukist heldur sé framkvæmdin við Sæbraut ekki lengur sama framkvæmdin og kveðið var á um í upphafi. „Það voru til gamlar áætlanir fyrir framkvæmdastoppið um mislæg gatnamót. Svo var ákveðið í sáttmálanum að það sé það mikil umferð þarna að það þurfi að gera stokk. Það fellst í því að það þarf að koma fyrir hjólastígum og Borgarlínunni. Þetta snýst ekki bar aum umferðina, þetta snýst líka um borgarbraginn, um hverfið þarna. Að þú getir sett hraðbrautina sem þarna er og verður áfram ofan í jörðina,“ segir Davíð. Ákveðið var að breyta þessu í stokk en hvergi lá fyrir hvað það myndi kosta. Því myndi hann ekki segja kostnaðaraukningin sé fimmtán milljarðar heldur sé þetta allt önnur framkvæmd. Bergþór vill aftur á móti fresta Sæbrautarstokknum um einhvern tíma, jafnvel slá hann alveg af borðinu. Frekar klára Sundabrautina sem sé arðsamasta verkefnið af þeim öllum. „Þannig það sé hægt að tappa af í gegnum hana umferðarflæði áður en við förum í það verkefni sem mögulega verður að þrengja Sæbrautina í 1+1 á framkvæmdatímanum sem verður tvö til þrjú ár. Þar verður allt í köku árum saman ef fram heldur sem horfir. Það verður bara forsmekkur af því sem verður við Miklubrautarstokkinn þegar að því kemur,“ segir Bergþór. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bergþór og Davíð í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Deilt um framtíð samgöngusáttmála
Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Sundabraut Vegagerð Sprengisandur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira