„Við vorum kannski að flýta okkur full mikið “ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2023 18:38 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með þremur mörkum, 26-29 gegn B-liði Noregs er liðin mættust á Ásvöllum í dag. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var svekktur í leikslok. „Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Sjá meira
„Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik, vera ofboðslega góðar. Mér fannst við vera að spila góðan handbolta bæði í vörn og sókn. Fyrstu tíu í seinni hálfleik voru líka flottar svo tekur við erfiður kafli, sem var mjög erfiður. Við þurfum að skoða það aðeins betur, við erum að kasta boltanum frá okkur þar og fáum á okkur hraðaupphlaup í bakið. Eins að klúðra færum sem að hún er að verja mjög vel á loka kaflanum sem þær nýta sér í að refsa okkur með hraðaupphlaupum. Við þurfum að skoða það vel en 45 mínútur voru góðar hjá okkur.“ Ísland var með yfirhöndina bróðurpart leiksins en um miðbik seinni hálfleiks fóru þær að klikka á dauðafærum og kasta boltanum frá sér sem að Norðmenn nýttu sér og uppskáru að lokum sigur. „Við gáfum eftir aðeins, við vorum kannski að flýta okkur full mikið, við hefðum átt að slaka aðeins. Það er kannski eitthvað sem við frá bekknum áttum að koma inn á eða ég. Mér fannst við hætta að sækja eins ákveðið á markið og við vorum búnar að gera og við þurfum að skoða hvað það er, kannski hefðum við þurft að finna aðrar lausnir og ég þarf að skoða það aðeins.“ Íslenska liðið var með forystu lengst af en það virtist vera komið ákveðið mynstur að þegar að þær voru komnar með góða forystu að þá hleyptu þær Norðmönnum inn í leikinn þar sem að þær jöfnuðu. Þetta endurtók sig nokkuð oft í leiknum. „Auðvitað er það eitthvað sem að við þurfum að skoða. Við förum í fimm mörk, 16-11 í hálfleik og höldum áfram að bæta aðeins við. Mér fannst við vera flottar lengst af. Ég hef ekkert stórkostlegar áhyggjur af því á móti sterku norsku liði að það komi kaflar þar sem að þær sækja á okkur. Við erum á ákveðinni vegferð og við erum að vinna í því að bæta okkur í vörn og við erum að vinna í því að bæta okkur í hraðaupphlaupum upp völlinn og eins í sóknarleik. Ég hef ekki áhyggjur af því umfram annað. Ég vill sjá okkur taka skref fram á við og mér fannst við gera það í 45 mínútur í dag en svo kemur smá bakslag í þetta og við þurfum að skoða það allt saman.“ Ísland mætir Ungverjum í umspili um sæti á HM í kringum páska og segir Arnar að stelpurnar ætli að mæta og eiga alvöru leik á móti þeim. „Við hittumst í vikunni fyrir þá leiki, við eigum Ungverjana á laugardeginum um páskana og förum út og eigum Ungverjana á miðvikudeginum. Það er gríðarlega skemmtilegt verkefni og það er frábært lið sem að við erum að fara mæta. Þær voru flottar á EM núna í nóvember og spiluðu þar hörkuleiki við bæði Dani og Svía, Norðmenn líka. Þær eru með ungt lið sem hefur verið að sanka að sér verðlaunum í gegnum yngri landsliðin á undanförnum árum, hafa orðið Heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Fyrir fram eigum við að vera klárlega svolítið á eftir þeim en við ætlum að reyna sína fram á að við séum að nálgast þær og eiga alvöru leik á móti þeim.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Sjá meira