Meðhöndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 20:13 Jóhannes fullyrðir að rannsókn málsins hafi verið "gölluð allt frá upphafi", og segir lögregluna „blygðunarlaust“ hafa miðlað persónulegum upplýsingum varðandi hann. Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð. Jóhannes Tryggvi krafðist þess í desember að dómur í máli fjögurra kvenna, þar sem hann fékk sex ára dóm, yrði tekinn upp. Þetta gerir hann eftir að hafa verið sakfelldur í héraði, Landsrétti og hafnað um umfjöllun Hæstaréttar um málið. Í kröfu sinni til Endurupptökudómi vildi hann fá að ganga laus utan veggja fangelsis á meðan málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Gerði hann kröfu um að tekin yrði skýrsla af tveimur vitnum. Endurupptökudómur hafnaði beiðni Jóhannesar Tryggva og sagði ekkert hafa komið fram í málinu um að um samantekin ráð kvenna hefði verið að ræða. Hann hefði þeim vörnum uppi á tveimur dómstigum en verið sakfelldur í bæði skiptin. Jóhannes hefur ákveðið að leita með mál sitt til Mannréttindadómstóls Evrópu og greinir frá því á heimasíðu söfnunar sem Jóhannes setti á laggirnar í gærdag. Dæmdur fyrir brot á fimm konum Jóhannes var í janúar 2021 dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Í nóvember 2021 þyngdi Landsréttur refsingu Jóhannesar um eitt ár. Þann 28. janúar 2022 var Jóhannes síðan sakfelldur í fimmta nauðgunarmálinu og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann í 12 mánaða fangelsi, sem bættist við sex ára fangelsisdóm Landsréttar. Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni Jóhannesar á seinasta ári. Fjallað var ítarlega um málið í Íslandi í dag í fyrra. Þar var fjallað um þann fjölda kvenna sem kærðu Jóhannes til lögreglu fyrir kynferðisbrot, rætt við réttargæslumann kvennanna og varahéraðssaksóknara. Segist hafa veitt óhefðbundna þjónustu Í yfirlýsingu sem birtist á fyrrnefndri söfnunarsíðu segist Jóhannes vera í fangelsi á Íslandi fyrir glæpi sem hann framdi ekki. Þar tæpir hann á þeim sjónarmiðum sem komu fram í máli hans fyrir íslenskum dómstólum. Aðferðir hans væru óhefðbundnar. Hann segist sem meðhöndlari ekki hafa hikað við að hætta sér þangað sem aðrir meðferðaraðilar hafi ekki þorað. „Eftir á að hyggja, þá er mér ljóst að ég gerði mistök með því að láta skjólstæðinga mína ekki skrifa undir bindandi samninga fyrr en árið 2014. Þegar hin svokallaða Metoo „bylting“ hófst varð ég ákjósanlegt skotmark fyrir nokkra af mínum fyrrverandi skjólstæðingum, sem komu auga á auðvelda leið til að græða peninga. Þær bjuggu til Facebook hóp þar sem þær settu fram allskyns rógburð, og á sama tíma hvöttu þær aðrar konur til að slást í lið með sér. Þær fengu meðbyr, og með stuðningi frá öðrum nýgræðingum í meðferðaraðilastéttinni tókst þeim að grafa svoleiðis undan stofunni minni að ég gafst loksins upp!“ segir Jóhannes. Þessum rökum hafnaði héraðsdómur, Landsréttur, Hæstiréttur þegar hann hafnaði áfrýjunarbeiðni Jóhannesar Tryggva og svo Endurupptökudómur síðast í febrúar. Segir heimildarmynd í vinnslu Jóhannes heldur því fram að Íslendingar sem njóti velgengni sé útskúfað úr samfélaginu. Hann nefnir þó engin dæmi máli sínu til stuðnings, annað en hans eigið mál. „Áður fyrr var fólk eins og ég brennt á báli. Í dag eiga slíkar aftökur sér stað í jöfnum mæli, með nútímalegum hætti, af fjölmiðlum og áhrifahópum,“ segir Jóhannes og gefur lítið fyrir umfjöllun fjölmiðla um málin undanfarin ár sem hefur verið mikil. Þá segir Jóhannes að að sænskur heimildamyndagerðarmaður hafi komist á snoðir um sögu hans fyrir tveimur árum. „Undanfarin tvö ár hefur hann og teymi hans fylgt sögu minni eftir og markmið þeirra er að upplýsa heiminn um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi,“ segir Jóhannes Tryggvi. „Sem fimmtugur karlmaður þá hryggir það mig að horfa upp á tíðarandann í dag, þar sem samfélagið gerir lygurum hátt undir höfði og lifir í afneitun með tilheyrandi ringulreið og átökum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 16:35, meðal annars með niðurstöðu Endurupptökudóms. Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. 23. febrúar 2022 19:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Jóhannes Tryggvi krafðist þess í desember að dómur í máli fjögurra kvenna, þar sem hann fékk sex ára dóm, yrði tekinn upp. Þetta gerir hann eftir að hafa verið sakfelldur í héraði, Landsrétti og hafnað um umfjöllun Hæstaréttar um málið. Í kröfu sinni til Endurupptökudómi vildi hann fá að ganga laus utan veggja fangelsis á meðan málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Gerði hann kröfu um að tekin yrði skýrsla af tveimur vitnum. Endurupptökudómur hafnaði beiðni Jóhannesar Tryggva og sagði ekkert hafa komið fram í málinu um að um samantekin ráð kvenna hefði verið að ræða. Hann hefði þeim vörnum uppi á tveimur dómstigum en verið sakfelldur í bæði skiptin. Jóhannes hefur ákveðið að leita með mál sitt til Mannréttindadómstóls Evrópu og greinir frá því á heimasíðu söfnunar sem Jóhannes setti á laggirnar í gærdag. Dæmdur fyrir brot á fimm konum Jóhannes var í janúar 2021 dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Í nóvember 2021 þyngdi Landsréttur refsingu Jóhannesar um eitt ár. Þann 28. janúar 2022 var Jóhannes síðan sakfelldur í fimmta nauðgunarmálinu og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann í 12 mánaða fangelsi, sem bættist við sex ára fangelsisdóm Landsréttar. Hæstiréttur hafnaði málskotsbeiðni Jóhannesar á seinasta ári. Fjallað var ítarlega um málið í Íslandi í dag í fyrra. Þar var fjallað um þann fjölda kvenna sem kærðu Jóhannes til lögreglu fyrir kynferðisbrot, rætt við réttargæslumann kvennanna og varahéraðssaksóknara. Segist hafa veitt óhefðbundna þjónustu Í yfirlýsingu sem birtist á fyrrnefndri söfnunarsíðu segist Jóhannes vera í fangelsi á Íslandi fyrir glæpi sem hann framdi ekki. Þar tæpir hann á þeim sjónarmiðum sem komu fram í máli hans fyrir íslenskum dómstólum. Aðferðir hans væru óhefðbundnar. Hann segist sem meðhöndlari ekki hafa hikað við að hætta sér þangað sem aðrir meðferðaraðilar hafi ekki þorað. „Eftir á að hyggja, þá er mér ljóst að ég gerði mistök með því að láta skjólstæðinga mína ekki skrifa undir bindandi samninga fyrr en árið 2014. Þegar hin svokallaða Metoo „bylting“ hófst varð ég ákjósanlegt skotmark fyrir nokkra af mínum fyrrverandi skjólstæðingum, sem komu auga á auðvelda leið til að græða peninga. Þær bjuggu til Facebook hóp þar sem þær settu fram allskyns rógburð, og á sama tíma hvöttu þær aðrar konur til að slást í lið með sér. Þær fengu meðbyr, og með stuðningi frá öðrum nýgræðingum í meðferðaraðilastéttinni tókst þeim að grafa svoleiðis undan stofunni minni að ég gafst loksins upp!“ segir Jóhannes. Þessum rökum hafnaði héraðsdómur, Landsréttur, Hæstiréttur þegar hann hafnaði áfrýjunarbeiðni Jóhannesar Tryggva og svo Endurupptökudómur síðast í febrúar. Segir heimildarmynd í vinnslu Jóhannes heldur því fram að Íslendingar sem njóti velgengni sé útskúfað úr samfélaginu. Hann nefnir þó engin dæmi máli sínu til stuðnings, annað en hans eigið mál. „Áður fyrr var fólk eins og ég brennt á báli. Í dag eiga slíkar aftökur sér stað í jöfnum mæli, með nútímalegum hætti, af fjölmiðlum og áhrifahópum,“ segir Jóhannes og gefur lítið fyrir umfjöllun fjölmiðla um málin undanfarin ár sem hefur verið mikil. Þá segir Jóhannes að að sænskur heimildamyndagerðarmaður hafi komist á snoðir um sögu hans fyrir tveimur árum. „Undanfarin tvö ár hefur hann og teymi hans fylgt sögu minni eftir og markmið þeirra er að upplýsa heiminn um þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi,“ segir Jóhannes Tryggvi. „Sem fimmtugur karlmaður þá hryggir það mig að horfa upp á tíðarandann í dag, þar sem samfélagið gerir lygurum hátt undir höfði og lifir í afneitun með tilheyrandi ringulreið og átökum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 16:35, meðal annars með niðurstöðu Endurupptökudóms.
Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. 23. febrúar 2022 19:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33
„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00
Þær sem fengu niðurfellingu í meðhöndlaramálinu: „Þetta var ógeðslegt ferli“ Konur sem kærðu meðhöndlara fyrir kynferðisbrot gagnrýna það hve fáar ákærur voru gefnar út í málinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður. Konurnar segja óeðlilegt að horft sé á hvert og eitt mál sjálfstætt og að fjöldi kæra hafi ekki áhrif. Um 40 konur hafa leitað til réttargæslumanns vegna meðhöndlarans. 23. febrúar 2022 19:30