„Svo eru Addi Pé og Erlingur búsettir í Eyjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 13:30 Magnús Stefánsson var leikmaður, er aðstoðarþjálfari og verður aðalþjálfari. Vísir/Bára Dröfn Magnús Stefánsson fær stöðuhækkun hjá ÍBV í sumar en hann tekur þá við þjálfun meistaraflokks karla í handbolta eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Erlings Richardssonar undanfarin ár. Eyjamenn tilkynntu um nýjan þjálfara sinn í vikunni en vitað var að Erlingur ætlaði að hætta með liðið eftir þetta tímabil. „Þetta leggst bara mjög vel í mig því þetta er spennandi lið og geggjað umhverfi að vera í og vinna í,“ sagði Magnús Stefánsson. Bjóst hann við því að ÍBV myndi bjóða honum þetta starf svona snemma? „Þetta kom frekar snöggt upp. Ég átti ekki endilega von á því að mér yrði boðið þetta frekar en einhverjum öðrum. Það er fullt af frambærilegum og flottum þjálfurum þarna úti. Þess vegna er þetta enn meiri heiður fyrir mig að fá þetta tækifæri,“ sagði Magnús. Magnús ætti að þekkja liðið vel enda verið í kringum það lengi, bæði sem leikmaður og svo sem aðstoðarþjálfari. „Ég kem inn í þennan fasa sem fer í gangi 2011. Ég kem inn í lið sem Addi Pé (Arnar Pétursson) er með og svo koma fleiri þjálfarar þarna inn, Gunni Magg og Erlingur. Allt eru þetta frábærir þjálfarar sem ég er búinn að læra mjög mikið af,“ sagði Magnús. „Ég reyni að nýta mér það sem ég hef lært og svo eru Addi Pé og Erlingur búsettir í Eyjum og maður getur því fengið að sækja einhverja þekkingu og annað til þeirra,“ sagði Magnús. „Þetta er bara einkennandi fyrir þetta samfélag hérna að það eru allir tilbúnir að leggja hönd á plóg ef þeir geta hjálpað á annan borð,“ sagði Magnús. Ef horft er til næsta tímabilsins hvernig lítur þetta út með mannabreytingar og annað? Er að hefjast annað uppbyggingartímabil? „Breytingin á liðinu verður ekkert mikil nema að það er kominn nýr starfsmaður A á næsta ári. Það er kannski það jákvæða við það að fá innanbúðarmann því þá er hægt að halda áfram með það sem er búið er verið að byggja á. Áherslurnar verða því ekki mikið aðrar en þær eru í dag,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Magnús Stefánsson Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Eyjamenn tilkynntu um nýjan þjálfara sinn í vikunni en vitað var að Erlingur ætlaði að hætta með liðið eftir þetta tímabil. „Þetta leggst bara mjög vel í mig því þetta er spennandi lið og geggjað umhverfi að vera í og vinna í,“ sagði Magnús Stefánsson. Bjóst hann við því að ÍBV myndi bjóða honum þetta starf svona snemma? „Þetta kom frekar snöggt upp. Ég átti ekki endilega von á því að mér yrði boðið þetta frekar en einhverjum öðrum. Það er fullt af frambærilegum og flottum þjálfurum þarna úti. Þess vegna er þetta enn meiri heiður fyrir mig að fá þetta tækifæri,“ sagði Magnús. Magnús ætti að þekkja liðið vel enda verið í kringum það lengi, bæði sem leikmaður og svo sem aðstoðarþjálfari. „Ég kem inn í þennan fasa sem fer í gangi 2011. Ég kem inn í lið sem Addi Pé (Arnar Pétursson) er með og svo koma fleiri þjálfarar þarna inn, Gunni Magg og Erlingur. Allt eru þetta frábærir þjálfarar sem ég er búinn að læra mjög mikið af,“ sagði Magnús. „Ég reyni að nýta mér það sem ég hef lært og svo eru Addi Pé og Erlingur búsettir í Eyjum og maður getur því fengið að sækja einhverja þekkingu og annað til þeirra,“ sagði Magnús. „Þetta er bara einkennandi fyrir þetta samfélag hérna að það eru allir tilbúnir að leggja hönd á plóg ef þeir geta hjálpað á annan borð,“ sagði Magnús. Ef horft er til næsta tímabilsins hvernig lítur þetta út með mannabreytingar og annað? Er að hefjast annað uppbyggingartímabil? „Breytingin á liðinu verður ekkert mikil nema að það er kominn nýr starfsmaður A á næsta ári. Það er kannski það jákvæða við það að fá innanbúðarmann því þá er hægt að halda áfram með það sem er búið er verið að byggja á. Áherslurnar verða því ekki mikið aðrar en þær eru í dag,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Magnús Stefánsson
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira