Fótbolti

„Seiglan og trúin sem liðið hafði var mögnuð“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erik ten Hag gat leyft sér að fagna í leikslok.
Erik ten Hag gat leyft sér að fagna í leikslok. Marc Atkins/Getty Images

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna gegn West Ham í enska bikarnum í kvöld. Liðið lenti undir í seinni hálfleik, en snéri taflinu við og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum.

„Þetta var ekki auðvelt. Þetta er aldrei auðvelt eftir að þú vinnur bikar og fagnar því því svo þarftu að koma þér aftur í rútínu. Það var okkar verkefni seinustu daga og við fundum leið til að vinna,“ sagði Hollendingurinn eftir sigur liðsins, en United fagnaði sigri í enska deildarbikarnum um seinustu helgi.

„Seiglan og trúin sem liðið hafði var mögnuð.“

Eins og áður segir lenti United undir í leiknum í kvöld, en vann sig aftur inn í leikinn. Það var svo hinn 18 ára gamli Alejandro Garnacho sem kom liðinu í forystu undir lok venjulegs leiktíma.

„Þetta var frábært mark og maður sá að hann vann sig jafnt og þétt inn í leikinn og tók menn á. Þeir áttu í erfiðleikum með að stöðva hann og hann ógnaði mikið.“

„Þetta var frábært mark, en ég held að það hafi verið uppsetningin seinustu 30 mínúturnar sem skilaði þessu. Ég hafði það á tilfinningunni að við gætum unnið leikinn og maður sá trúna í augum leikmanna og að þeir héldu ró sinni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×