Óraði ekki fyrir lengd faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. febrúar 2023 13:08 Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, segir að margt megi læra af faraldrinum. Vísir/Vilhelm Í dag eru þrjú ár frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi en þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. Þórólfur Guðnason sem þá var sóttvarnalæknir segir að sig hafi ekki órað fyrir því á þeim tíma hversu lengi faraldurinn myndi vara. Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Veiran átti eftir að stjórna lífi landsmanna um nokkurt skeið eftir að fyrsta smitið kom upp. Á þessum þremur árum hafa 209 þúsund greinst með staðfest smit eða meira en helmingur landsmanna. Þórólfur Guðnason segir að hann hafi í upphafi talið að faraldurinn myndi hraðar yfir. „Ég held að það sé óhætt að segja það að maður gerði nú ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma og hvernig atburðarásin yrði í sjálfu sér og í byrjun þá hélt maður að þetta myndi kannski taka einhverja mánuði í mesta lagi eins og faraldrar gera nú oft en raunin var nú önnur. Að vísu vissum við að eftir því sem okkur tækist að bæla faraldurinn niður og halda veirunni frá samfélaginu þá myndi þetta taka lengri tíma en ég held að það sé óhætt að segja það að við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi taka svona langan tíma.“ Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. Þórólfur segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Það að við þyrftum að grípa til svona hastarlegra aðgerða. Hvað þetta var mikið álag fyrir heilbrigðiskerfið, spítalana sérstaklega og álag og erfiður sjúkdómur fyrir mjög marga var náttúrulega gríðarlega mikið.“ Hann segir nú mikilvægt að draga lærdóm af faraldrinum. „Það þarf að fara ofan í hann mjög gaumgæfilega og skoða hvernig okkur tókst til. Hvað hefðum við getað gert betur. Hvað tókst vel. Bara til þess að við getum lært af því og brugðist þá betur við þegar að næsti faraldur kemur því að við munum á einhverjum tímapunkti fá annan faraldur. Hvort að hann verður svona eða einhvern veginn öðruvísi það er svo sem ekki vitað en það er margt sem við getum lært af þessum faraldri.“ Þórólfur lét af störfum í september síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Landlæknisembættinu í tuttugu ár en hann verður sjötugur á þessu ári. „Lífið er bara gott eins og alltaf og jafnvel fyrir faraldurinn og jafnvel meðan á honum stóð þá voru ákveðnir hlutir sem að gengu vel. Ég er bara mjög sáttur við minn hlut í þessu og horfi björtum augum á framtíðina.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41 Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Allir sammála um að veiran sé náttúruleg Það vakti mikla athygli á dögunum þegar forsvarsmenn Orkustofnunar Bandaríkjanna breyttu skýrslu stofnunarinnar um uppruna Covid-19. Í breyttri skýrslu Orkustofnunarinnar kemur fram að starfsmenn stofnunarinnar telji líklegt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 hafi lekið af rannsóknarstofu í Wuhan í Kína. 28. febrúar 2023 10:41
Þrjú ár frá fyrsta Covid-smitinu Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 28. febrúar 2023 07:05