Stuðningsmennirnir brenndu treyju Balotelli í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2023 12:31 Mario Balotelli er að upplifa mjög erfiðar vikur með FC Sion. Getty/DeFodi Images Mario Balotelli spurði um árið: Af hverju alltaf ég? Enn á ný virðist þetta eiga við. Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023 Sviss Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023
Sviss Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira