Sjáðu 99 ára Finna á spretti í Laugardal Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2023 07:31 Pekka Penttilä fékk medalíu um hálsinn í Laugardalnum um helgina. FRÍ/Marta Finninn Pekka Penttilä, sem verður 99 ára í mars, keppti í spretthlaupi á frjálsíþróttamóti í Laugardalshöll um helgina. Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Penttilä var elsti keppandinn á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum en alls kepptu um 250 keppendur á mótinu sem fram fór í Laugardalshöll. Keppt var í tólf mismunandi greinum í aldursflokkum frá 35 til 99 ára. Penttilä keppti í 60 metra hlaupi og hér að neðan má sjá sprett hans, á myndbandi sem Marta María Bozovic Siljudóttir, starfsmaður Frjálsíþróttasambandsins, tók upp. Klippa: 99 ára Finni keppti í Laugardalshöll Penttilä var sá eini í sínum aldursflokki, 95-99 ára, og vann því til gullverðlauna en hann hljóp 60 metrana á 19,32 sekúndum. Næstur honum í aldri í 60 metra hlaupinu var Benedikt Bjarnarson sem er aðeins 87 ára gamall og hljóp á 12,93 sekúndum. Penttilä er fyrrverandi tugþrautarmaður. Í viðtali við finnska miðilinn Iltalehti eftir mót í fyrra kvaðst hann einfaldlega enn njóta þess að keppa og vera innan um fólk með sams konar hugarfar og hann. Hann sagðist hafa heyrt vel í fagnaðarlátunum á því móti, líkt og vonandi í Laugardalshöll um helgina, en að sjónin hefði versnað og hann ætti erfitt með lestur. Ágústa Tryggvadóttir keppti í fimm greinum og vann gull í langstökki og þrístökki.FRÍ/Marta Finnar urðu sigursælastir á mótinu um helgina og unnu alls 81 gullverðlaun en Íslendingar komu næstir með 51 gull. Svíar fengu 49 gull, Norðmenn 33 og Danir 21. Á mótinu voru einnig keppendur frá Litháen, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Hollandi, Slóvakíu, Írlandi og Ítalíu. Öll úrslit frá mótinu má finna hér. Myndir frá mótinu má sjá á myndasíðu Frjálsíþróttasambandsins.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira