Botnar ekkert í býttunum hjá Halldóri Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 08:01 Halldór Jóhann Sigfússon og Søren Hansen hafa skipt um hlutverk og nú er Halldór aðalþjálfari TTH til loka tímabilsins. tthholstebro.dk Halldór Jóhann Sigfússon er orðinn aðalþjálfari danska handboltaliðsins TTH Holstebro, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins. Það vekur hins vegar furðu sumra að maðurinn sem Halldór tekur við af, Sören Hansen, fer í starf Halldórs sem aðstoðarþjálfari. Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland. Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Íslandsvinurinn Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, botnar ekkert í því að TTH skuli vilja halda Hansen í þjálfarateyminu fyrst að forráðamenn þess vilji á annað borð breytingar. „Þetta er bæði furðulegt og ruglingslegt. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Ákvörðunin okkar er eingöngu tekin út frá þeim íþróttalegu úrslitum sem hefur vantað í síðustu sex leikjum. Við viljum búa til nýjan takt á æfingum og í leikjum í von um að geta bætt frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru eftir,“ sagði John Mikkelsen, framkvæmdastjóri TTH, sem vill að liðið komist í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Það hafði áður verið ákveðið að Hansen myndi fara úr starfi aðalþjálfara í starf aðstoðarþjálfara á næstu leiktíð, og að Arnór Atlason kæmi og yrði aðalþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari hjá Álaborg. TTH er sem stendur í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og er liðið jafnt Ribe-Esbjerg, sem er í 9. sæti, að stigum. Á vef TV 2 er farið yfir tíðar vendingar í þjálfarateymi TTH frá því að fyrrnefndur Hansen fór í veikindaleyfi vegna álags í desember 2021: „Nú er, Guð hjálpi mér, enn verið að breyta til. Fyrir mér er þetta virkilega óskiljanlegt. Ef þeir eru ekki ánægðir með Sören Hansen ætti hann ekki að vera þarna. Það er verið að lækka Sören Hansen svo harkalega um tign að ég skil þetta ekki. Ef þeir vilja breyta einhverju strax þá ættu þeir að finna einhvern annan en Sören Hansen. Ég fæ ekki séð hvernig þetta á að koma á ró í búningsklefanum eða nýja orku,“ sagði Nyegaard. Í janúar var tilkynnt að eftir tímabilið yrði Halldór, sem stýrði Selfossi áður en hann fór til Danmerkur í fyrra, aðalþjálfari Nordsjælland.
Danski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti