Læstur sími gerir lögreglunni erfitt fyrir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 18:59 Maðurinn hefur ekki fengist til að gefa lögreglu lykilorðið á símanum. Vísir/Vilhelm/Getty Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið. Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar. Dómsmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar.
Dómsmál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira