„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 23:01 Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast í næstu viku. Vísir/Arnar Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Staðan er svipuð hjá öðrum olíufyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Olís sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan væri erfið og að bæði dísel og bensín væri búið eða að klárast á nokkrum stærstu stöðvum fyrirtækisins. Á heimasíðu Olís má sjá birgðastöðu afgreiðslustöðva. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 hefur áhyggjur af ástandinu í næstu viku. „Það er betri staða á bensíni en varðandi díselbirgðirnar óttast ég að staðan verði orðin erfið um eða eftir helgi," segir Hinrik. Meðal stöðva sem þurft hefur að loka er N1 í Hafnarfirði. Hinrik segist óttast að stöðvar fyrirtækisins muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum. „Ég eiginlega þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi, en það verður orðið grafalvarlegt. Eins og ég segi, þetta verður þetta mjög erfið staða, og ljóst að við munum ekki ná að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum til okkar viðskiptavina um allt land.” Útlit er fyrir að bensínstöðvar muni loka hver á fætur annarri á næstu dögum Fjölmargir starfsmenn N1 eru í Eflingu og varðandi fyrirhugað verkbann sem Samtök atvinnulífsins hafa boðað, segir Hinrik að starfsfólk sé alls ekki tilbúið að leggja niður störf. Ég held að það sé enginn sem er tilbúinn að leggja niður störf og vera launalaus. Það er ekki óskastaða nokkurs manns. Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð Samtök atvinnulífsins gáfu hinsvegar út yfirlýsingu seinni partinn í dag þar sem áréttað var að þátttaka fyrirtækja í verkbanni væri ekki valkvæð. Þá var einnig gefin út listi yfir þá hópa sem njóta undanþágu verkbanns sem boðað hefur verið á félagsmenn Eflingar. Það eru allir þeir sem starfa við heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningum, björgunarsveitum, almannavörnum og menntastofnunum. Þegar um verkbann er að ræða má enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar mæta til vinnu nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður yfir tímabilið sem verkbann stendur yfir líkt og í tilviki verkfalla, líkt og fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Samgöngur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira