Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2023 13:45 Félagsmenn Eflingar klæddust margir hverjir gulum vestum og settu svip sinn á miðbæ Reykjavíkur í göngunni. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Efling hefur fallið frá fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum í næstu viku eftir að Samtök atvinnulífsins samþykktu verkbann í gær með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna sinna í vel sóttri atkvæðagreiðslu. Engin lausn virðist í sjónmáli í kjaradeilu Eflingar og SA. Efling efndi til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu þar sem Sólveig Anna ávarpaði samkomuna. Fjöldi gesta kom Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni nokkuð á óvart. Hún blés baráttuhug í Eflingsfólk og hvatti til þess að láta ekki deigan síga. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Í framhaldinu lagði hópurinn upp í mótmælagöngu þar sem komið var við hjá Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu og óskað eftir því að þeir sem væru inni og færu með völd ræddu við mótmælendur. Enginn svaraði kallinu. Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Þaðan var haldið sem leið lá að Alþingishúsinu. Á leiðinni þangað ræddi Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, við Sólveigu Önnu. Þar fullyrti hún að krafa Eflingar sneri ekki að hærri upphæðum en Samtök atvinnulífsins hefðu gert við aðra aðila undanfarnar vikur. Hægt væri að landa samningi á einum degi ef vilji væri fyrir hendi hjá SA. Samtök atvinnulífsins hefðu gengið út úr viðræðum liðna helgi þar sem Efling taldi að litlu munaði á milli aðila. Það fullyrti sérfræðingur Eflingar einmitt í grein á Vísi í vikunni en formaður SA svaraði á sama vettvangi og hafnaði því. Eðlilegt væri að upplifun aðila í kjaradeilu væri ólík. Að neðan má sjá viðtal Heimis Más við Sólveigu Önnu. Sólveig Anna gekk um miðbæinn með gjallarhorn á lofti. Hún hvatti þingmenn til að koma út fyrir dyr þinghússins og eiga samtal við félagsmenn Eflingar. Þau væru skattgreiðendur og ekkert væri að óttast. Sagði hún um einstakt tækifæri að ræða til að eiga samtal við fólkið sem vinni mikilvæg störf og fái lág laun fyrir. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Gulu vestin voru hengd á Alþingishúsið.Vísir/Vilhelm Enginn hafði svarað kalli Eflingar þegar þessi frétt fór í loftið.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37
Bein útsending: Samstöðufundur Eflingar í Iðnó í hádeginu Verkbann Samtaka atvinnulífsins á félaga í Eflingu mun hafa víðtæk áhrif á nánast hvert einasta fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Efling boðar til samstöðufundar í Iðnó í hádeginu og mótmælagöngu þar á eftir. Félagar í Eflingu hafa nú þegar orðið af um 130 til 212 þúsund króna launahækkun. 23. febrúar 2023 11:33