Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2023 11:15 Þorsteinn Pálsson telur engar forsendur fyrir Birgi að sitja á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda og hann ekkert því til fyrirstöðu að Sigurður sendi greinargerð sína til Alþingis í 63 eintökum, í umslagi stílað á hvern þingmann um sig. vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“ Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Þorsteinn ritar pistil um málið sem hann birtir í Fréttablaðinu. Honum þykir mál sem tengist Lindarhvoli og varðar greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis neitar að birta og hefur beitt neitunarvaldi sínu sem formaður forsætisnefndar til þess, ekki standast neina skoðun. Hann telur reyndar málið allt hið einkennilegasta, hjákátlegt og hægan leik að höggva á hnútinn sem málið er í og einkennist af þrefi sem enga skoðun standist hvernig sem á er litið. Þorsteinn vísar til fréttar Vísis, viðtal við Sigurð, og kallar hana reyndar „furðufrétt“. Og rekur að þar kvarti settur ríkisendurskoðandi undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð sem hann í „krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu.“ Birgi ekki heimilt að sitja á greinargerðinni Þorsteinn nefnir að fjölmargar ræður hafi nú verið fluttar á Alþingi um hina óbirtu greinargerð og spyr hvernig þetta megi vera. „Hvernig má það vera að erindi sent Alþingi Íslendinga sé ekki talið eiga erindi til þess? Og hver getur dæmt í þeirri sök?“ Að sögn Þorsteins er það svo að samkvæmt þingskaparlögum hafi forseti Alþingis það hlutverk að taka við og opna bréf sem þinginu berast og greina frá þeim á þingfundi. Hann segir þetta ákvæði í þingsköpum vera til hægðarauka, skoplegt væri ef allir þingmenn vildu opna bréfin. „Hitt væri svo grátbroslegt ef enginn þeirra teldi sér bera skyldu til þess. Ákvæðið hefur ekki annan tilgang en að hafa reglu og skipulag á þessu handverki.“ Þannig er að mati fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins það svo að erindi sem send eru Alþingi erindi send til allra þingmanna. Og þau þannig birt þjóðinni. „Hvergi í lögum er heimild til þingforseta að leggja mat á hvort erindi er þess eðlis að enginn nema hann sjálfur megi lesa það. Öll erindi sem Alþingi berast eru opinber skjöl, nema sendandi hafi með heimild í lögum mælt fyrir um annað,“ segir Þorsteinn. Og setji þingforseti slík erindi í „leyndarskjalasafn án heimildar fari hann út fyrir valdheimildir sínar.“ Telur sjónarmið Bjarna ekki standast skoðun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji að um málið sé ein skýrsla og aðeins ein. En Þorsteinn gefur lítið fyrir það sjónarmið. Berist Alþingi eitt bréf frá ríkisendurskoðanda og annað frá settum ríkisendurskoðanda um sama mál sé ekkert vil því að gera þó það bæti litlum upplýsingum við eða virki ruglingslegt. Fyrir liggur að Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi metur það svo að hann sé bundinn þagnarskylduákvæðum sem hann vill ekki brjóta. Þorsteinn telur það ekki standast heldur því eftir að hann hefur sent frá sér greinargerð til Alþingis og þar séu tilteknar upplýsingar bundnar trúnaði vegna annarra lögvarinna hagsmuna þá sé það meinta brot fullframið með framlagningu greinargerðarinnar. Fyrir liggi að sérhver þingmaður eigi sama rétt og þingforseti til að lesa erindið. Það er til þeirra allra. „Svo getur settur ríkisendurskoðandi endursent erindið til Alþingis í 63 eintökum, sem sérstaklega eru merkt hverjum þingmanni.“
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum