Rudd ræddi einmitt um hlutverk sitt í Friends þáttunum í viðtali í morgunþætti á útvarpsstöðunni The Heart. Rudd lék Mike Hannigan í síðustu tveimur þáttaröðunum en Mike og Phoebe giftast undir lok síðustu þáttaraðarinnar.
Vildi ekki vera fyrir
Í viðtalinu segir Rudd að það hafi verið skrýtið að vera hluti af hópnum í lokin, sérstaklega þar sem hann kom svo seint inn í þættina. „Þetta var mjög gaman og þau voru frábær! Það var smá fjarstæðukennt, verð ég að segja, að vera hluti af þessu. Því ég kom inn alveg í lokin,“ segir hann.
„Ég vissi aldrei að ég myndi vera í svona mörgum þáttum. En þetta var líka skrýtið. Ég var í síðasta þættinum og hugsaði með mér: „Ég ætti ekki að vera hérna. Ég er að fá sæti á fremsta bekk að hlutum sem ég á ekki að sjá.“ Þau voru öll grátandi, þetta var mjög tilfinningaþrungið allt saman.“
Rudd segir að það hafi þó verið forréttindi að fá að vera á staðnum þegar þættirnir voru að klárast. „Ég vildi bara sitja og ekki vera fyrir.“
Paul Rudd says he 'shouldn't have been' in the #Friends final episode... pic.twitter.com/Ve7An6rLHH
— Heart (@thisisheart) February 17, 2023