Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 11:43 Eitt af fjölmörgum minnismerkjum í Kænugarði höfuðborg Úkraínu um fórnarlömb hungursneyðar Stalins í landinu á árunum 1932-1933. Getty/Andre Luis Alves Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26