„Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. febrúar 2023 21:29 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var sáttur með góðan sigur á FH í kvöld Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var sáttur er liðið sigraði FH með einu marki 35-36 í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Grótta var undir alveg fram á lokasekúndu en þá fengu þeir víti og tryggðu sér sigurinn. „Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“ Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
„Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“
Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða