Kröfur Eflingar hafi verið umtalsvert út fyrir rammann Máni Snær Þorláksson skrifar 19. febrúar 2023 17:32 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir vonbrigði að samningar hafi ekki náðst. Hann segir kröfur Eflingar vera umtalsvert út fyrir ramma sem samtökin hafa markað í samningum við önnur stéttarfélög. „Auðvitað eru þetta bara vonbrigði að standa í þessum sporum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að það hafi verið reynt að fara allar leiðir til að ná kjarasamningi um helgina. „Við hlýddum kalli nýs ríkissáttasemjara í þessari deilu þegar hann boðaði okkur til funda, við freistuðum þess að leita allra leiða til þess að ná kjarasamningi við Eflingu.“ Þá útskýrir hann hvers vegna það tókst ekki að semja: „Við erum hins vegar í þeirri skrýtnu stöðu að vera búin að semja við nánast allan vinnumarkaðinn. Það er eitt stórt stéttarfélag eftir og við höfum nú setið í þessu húsi um margra daga skeið og aftur í dag með það að markmiði að ná kjarasamningi. Það slitnaði upp úr í dag og það eru mér gríðarleg vonbrigði. Ég trúði því að aðilar myndu ná saman hér.“ „Staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í“ Halldór Benjamín segir kröfur Eflingar hafa farið umtalsvert út fyrir þann ramma sem Samtök atvinnulífsins hafa markað í kjarasamningum sínum við önnur stéttarfélög. „Krafan var þessi, að reyna að útbúa Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk og við sannarlega reyndum algjörlega á þanþol þess ramma sem við höfum markað í kjarasamningum okkar við aðra viðsemjendur,“ segir hann. „En þegar á hólminn var komið þá einfaldlega voru kröfur Eflingar umtalsvert út fyrir þann ramma þannig við hefðum aldrei getað litið í augun á viðsemjendum okkar sem við höfum þegar gengið frá kjarasamningum við og þar við sat. Við getum ekki réttlætt það að eitt stéttarfélag semji um talsvert hærri laun en öll önnur stéttarfélög á landinu um sömu störf. Það er staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Auðvitað eru þetta bara vonbrigði að standa í þessum sporum,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Halldór Benjamín segir að það hafi verið reynt að fara allar leiðir til að ná kjarasamningi um helgina. „Við hlýddum kalli nýs ríkissáttasemjara í þessari deilu þegar hann boðaði okkur til funda, við freistuðum þess að leita allra leiða til þess að ná kjarasamningi við Eflingu.“ Þá útskýrir hann hvers vegna það tókst ekki að semja: „Við erum hins vegar í þeirri skrýtnu stöðu að vera búin að semja við nánast allan vinnumarkaðinn. Það er eitt stórt stéttarfélag eftir og við höfum nú setið í þessu húsi um margra daga skeið og aftur í dag með það að markmiði að ná kjarasamningi. Það slitnaði upp úr í dag og það eru mér gríðarleg vonbrigði. Ég trúði því að aðilar myndu ná saman hér.“ „Staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í“ Halldór Benjamín segir kröfur Eflingar hafa farið umtalsvert út fyrir þann ramma sem Samtök atvinnulífsins hafa markað í kjarasamningum sínum við önnur stéttarfélög. „Krafan var þessi, að reyna að útbúa Eflingarsamning fyrir Eflingarfólk og við sannarlega reyndum algjörlega á þanþol þess ramma sem við höfum markað í kjarasamningum okkar við aðra viðsemjendur,“ segir hann. „En þegar á hólminn var komið þá einfaldlega voru kröfur Eflingar umtalsvert út fyrir þann ramma þannig við hefðum aldrei getað litið í augun á viðsemjendum okkar sem við höfum þegar gengið frá kjarasamningum við og þar við sat. Við getum ekki réttlætt það að eitt stéttarfélag semji um talsvert hærri laun en öll önnur stéttarfélög á landinu um sömu störf. Það er staða sem Samtök atvinnulífsins geta ekki tekið þátt í.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira