„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 17:55 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, er ekki vongóður á að viðræður á morgun skili miklu. Vísir/Ívar Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið. „Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Það er ennþá mjög mikið bil á milli samningsaðila,“ sagði Ástráður er hann ræddi við fréttafólk eftir fundarhöld dagsins. Hann sagði að ef ekki gengi betur á morgun óttaðist hann að til verkfalls kæmi. Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu var nýverið frestað þar til á mánudaginn. Til að komast hjá verkfalli hafa deiluaðilar því bara einn dag til stefnu til að komast að samkomulagi um samninga eða áframhaldandi frestun. „Sáttasemjari er alltaf tilbúinn,“ sagði Ástráður er hann var spurður hvort viðræður væru mögulega tilgangslausar. „Ef það myndast einhver glufa eða einhver tækifæri reynum við auðvitað að nota þau. Ég ætla að vona að ef þetta fer svona eins og við óttumst, að það gerist ekki með þannig hurðaskellum að það sé engin leið til baka.“ „Það er samt þannig, ég verð að segja ykkur hreint út, eins og er, að dagurinn í dag skilaði mjög litlu og eiginlega engu,“ sagði Ástráður. Hann gat ekki sagt á hverju viðræðurnar hefðu strandað en sagði að deiluaðilar hefðu mismunandi sýn á hvaða svigrúm væru til staðar til launahækkana og bilið á milli þeirra væri einfaldlega of breitt. Ástráður sagði að honum þætti vinnan hafa verið á jákvæðum forsendum. Hugmyndum hefði verið kastað fram og reynt hefði verið að finna leiðir til að brúa bilið milli deiluaðila. „Svo kannski dreymir menn eitthvað fallega í nótt og kannski verður það lausnin. Hún kemur kannski til okkar í draumi.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40 Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55 Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18 Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu. 18. febrúar 2023 16:40
Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18. febrúar 2023 14:55
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17. febrúar 2023 22:18
Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17. febrúar 2023 18:11