Kjaradeila SA og Eflingar um lágmarkslaun í velsældarsamfélaginu Íslandi Helga Ingólfsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 10:58 Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli. Við búum við velsæld á Íslandi Hvers vegna þurfa félagar í Eflingu að berjast svona hatrammlega fyrir betri kjörum í því velsældarsamfélagi sem við búum í, kjörum sem ættu að vera eðlileg og sjálfsögð? Fyrir liggur að viðsemjendur félagsins eru fulltrúar atvinnugreina sem skila góðum hagnaði og því er krafan ekki að setja þessar starfsgreinar á hliðina. Harkan í þessum viðræðum á sér dýpri rætur og virðist snúa að öðrum þáttum eins og því hverjir raunverulega stjórna og leggja megin línurnar í samfélaginu okkar. Umræðunni er svo stundum viljandi snúið á hvolf þar sem hún er meðal annars persónugerð og röngum eða villandi staðreyndum haldið fram. Stéttarfélög gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi. Þetta er staðreynd sem flestir eru sammála en þó eru einhverjir sem telja að stéttarfélögin ráði of miklu. Þegar litið er til þess víðtæka hlutverks sem stéttarfélög gegna fyrir félagsmenn og samfélagið allt mætti þó alveg eins segja að þau ráði of litlu. Helstu framfarir og kjarabætur sem við öll njótum góðs af hafa að mestu leyti áunnist í gegnum baráttu stéttarfélaga, oft tengslum við kjaraviðræður á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna þau mikilvægu réttindi sem atvinnuleysistryggingar eru, orlofsréttindi, sjúkrabætur, fæðingarorlof, stytting vinnuvikunnar og svo mætti lengi telja. Ísland er ríkt land í öllum samanburði Þess vegna berum við öll saman ábyrgð á því að tryggja að lágmarkslaun í landinu séu með þeim hætti að unnt sé að framfleyta sér á þeim og njóta lágmarks lífsgæða í okkar góða samfélagi. Fyrir liggja félagsfræðilegar greiningar á því hvar mörkin þurfa að vera og rannsóknir Vörðu og fleiri aðila sem hafa skoðað kjör láglaunastétta sýna að það er okkar allra hagur að lágmarkslaun séu ekki undir framfærsluviðmiðum þar sem það hefur viðvarandi neikvæð áhrif á heilsu, lífsgæði og starfsaldur. Kjaradeilan sem nú stendur yfir milli Eflingar og SA virðist á köflum vera hörð en eldri og reyndari verkalýðsforingjar muna örugglega harðari deilur. Þessi kjaradeila verður vonandi lærdómur fyrir okkur öll sem koma að kjaraviðræðum um að vanda betur til verka þannig að enginn þurfi á Íslandi að standa úti á götu með mótmælaspjöld til þess að ná eyrum ráðamanna og almennings vegna baráttu sinnar fyrir þeim sjálfsögðu og eðlilegu réttindum að gefa framfleytt sér á launum fyrir fulla vinnu. Við eigum að vera komin lengra á veg en svo. Höfundur er stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar