Eyrún gengur til lið við Stjörnuna frá Breiðabliki þar sem hún lék upp alla yngri flokkana. Hún hefur þó aldrei leikið keppnisleik fyrir Breiðablik, en var lánuð til Aftureldingar á seinasta tímabili þar sem hún lék fjóra leiki og skoraði tvö mörk í Bestu-deildinni.
Eyrún er 18 ára gömul og á að baki 36 deildarleiki með Augnabliki í 1. deildinni. Þá á hún einnig tvo leiki fyrir U19 ára landslið Íslands.