„Íbúar hér vilja þetta bara ekki“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2023 14:25 Mikill meirihluti íbúa Seyðisfjarðar vilja ekki sjókvíaeldi í fjörðinn en áætlanir ganga út á að setja þar niður tíu þúsund tonna eldi. vísir/vilhelm Ný skoðanakönnun Gallup sem gerð var meðal þeirra sem búsettir eru í póstnúmerum 710 og 711 sýnir að mikill meirihluti eða þrír fjórðu þeirra eru andvíg sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Rúmur helmingur lýsir sig alfarið andvígan þeim fyrirætlunum. Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“ Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Könnunin var gerð sérstaklega fyrir sveitarfélagið Múlaþing. Sigfinnur Mikaelsson félagi í Vá – félag um verndun fjarðar, fagnar þessum niðurstöðum og segir að erfitt muni reynast að fara fyrir þetta. „Íbúar hér vilja þetta bara ekki. Þetta er ekkert flóknara en svo. Það er búið að byggja Seyðisfjörð upp sem ferðamannastað og þetta fer ekkert saman,“ segir Sigfinnur í samtali við Vísi. Gallup spurði: „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) sjókvíaeldi í sjókvíum í Seyðisfirði?“ Niðurstaðan leiðir í ljós að alfarið hlynnt eru 14 prósent, mjög hlynnt eru 2 prósent, frekar hlynnt eru 3 prósent, hvorki né 7 prósent, frekar andvíg 10 prósent, mjög andvíg 12 prósent og 53 prósent svarenda lýsa sig alfarið andvíg sjókvíum í Seyðisfirði. Sigfinnur segir þetta talsvert meira en sýndi sig í undirskriftasöfnun þeirra í Vá þar sem fyrirætlunum um sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt, sem þau fóru með í gang þegar andstaða þeirra hófst. „Þar eru 55 prósent íbúa. Þetta er talsvert meira. Þarna eru um 75 prósent íbúa sem eru á móti þessu. Það bara getur ekki verið meira afgerandi.“ Að sögn Sigfinns ganga fyrirætlanir Fiskeldis Austfjarða, sem Jens Garðar Helgason fer fyrir, út á að setja 10 þúsund tonna sjókvíaeldi í Seyðisfjörð. Nú sé verið að bíða eftir umsögn frá innviðaráðherra um haf- og strandskipulag, annað hvort til samþykktar eða synjunar. Þaðan fer málið til matvælastofnunar og umhverfisstofnunar til afgreiðslu. „Það er þá lokahnykkurinn á þessu, hvort af þessu verði. En við viljum halda því fram að þetta umhverfismat sem gert var á sínum tíma, burðarþolsmatið, standist ekki. Þar var ekki tekið tillit til neins nema lífmassans en ekki aðstæðna hérna,“ segir Sigfinnur. Sigfinnur ásamt eiginkonu sinni Aðalheiði Borgþórsdóttur. Hann segir niðurstöðuna afgerandi og það verði ekki fram hjá því litið að íbúar á Seyðisfirði vilji ekki sjókvíaeldi í fjörðinn.vísir/arnar Hann lýsir því að af og frá sé að eldi komist fyrir í firðinum. Faricestrengurinn sem liggi inn fjörðinn er með helgunarsvæði fimm hundruð metra til hvorrar handar, samanlagt þúsund metra. „En það er bara eins og fram kemur í nýrri skýrslu ríkisendurskoðanda. Það er búið að úthluta áður en kannað er en hér stangast allt á með að vilja troða þessu hérna. En þetta eru miklir peningar í kauphöllinni í Noregi. Það er nú málið en áætlað virði þessara 10 þúsunda tonna metið á 33 milljarða í kauphöllinni. Þetta snýst bara um peninga, hitt er fyrirsláttur að verið sé að búa til vinnu. Þetta snýst um peninga fyrir hluthafana.“
Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni. 17. febrúar 2023 07:01
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent