Ekki bara samviskan sem mun stöðva bensínþyrstan almenning Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 15:50 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, biðlar til fólks að virða lokanir þessara stöðva. Vísir/Vilhelm/Orkan Tvær bensínstöðvar Orkunnar eru nú lokaðar almenningi vegna verkfallsins. Forstjóri Orkunnar segir þó að nóg eldsneyti sé til sem stendur og hvetur almenning til að halda ró sinni. Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“ Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð er nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Landhelgisgæsla Íslands, lögreglan, heilbrigðisstarfsfólk, slökkvilið, neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagsið Landsbjörg geta því einungis sótt eldsneyti á þá bensínstöð. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, segir í samtali við fréttastofu að önnur bensínstöð Orkunnar, sú sem staðsett er í Fellsmúla, sé nú einnig lokuð almenningi. Sú stöð er eingöngu fyrir bílstjóra Hreyfils. „Þeir eru eingöngu með Fellsmúla. Hún er í raun og veru bara lokuð fyrir almenningi en hún er opin fyrir bílstjóra Hreyfils,“ segir Auður. Fyllt verður á bensínstöðvarnar í Skógarhlíð og Fellsmúla á meðan á verkfallinu stendur. „Við erum í raun og veru að horfa til þess að almenningur virði það að þessar stöðvar eru eingöngu opnar fyrir þessa aðila,“ segir hún. Forskrifaðir lyklar fyrir undanþáguaðila Það verður þó ekki bara höfðað til samvisku bensínþyrstra Íslendinga því tæknin á að sjá til þess að einungis aðilar með undanþágu geti tekið bensín á þessum undanþágustöðvum. „Við lokum dælum í framhaldinu og það verða forskrifaðir lyklar sem þessir aðilar fá. Þannig ef þú ferð í Fellsmúla til að mynda þá getur þú ekki tekið eldsneyti þar, þrátt fyrir að þú sért með Orkulykil. Við megum í raun og veru bara þjónusta þessa aðila á þessum stöðvum.“ Auður segir þá að nóg sé til af eldsneyti eins og stendur: „Við biðlum bara til allra að virða þetta. Eins og ég segi, það er nóg eldsneyti þarna úti þannig við hvetjum landann til að halda ró sinni og fara á aðrar stöðvar. Við vinnum þetta saman.“
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17