„Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 14:00 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Sigurjón Settur ríkissáttasemjari vonar að lausn náist í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir miðlunartillöguna sem forveri hans lagði fram ekki vera uppi á borðinu í augnablikinu. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá því í morgun. Aðspurður um það hvort Efling og SA séu að færast nær hvort öðru segir Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, að viðræðurnar séu að fara í rétta átt. „Ég skal ekki alveg segja. Það er allavega þannig að við erum að leita hófana með það hvort við getum fundið út úr því að koma okkur inn í svona alvöru kjarasamningsviðræður. Á meðan við tosumst í rétta átt þá hljótum við að færast eitthvað nær, ég held að það sé þannig. En við erum alls ekki komin þangað.“ Eruði strax að taka á viðkvæmustu blettunum í þessu? „Það sem málið hefur kannski dálítið snúist um er að af hálfu Eflingar hefur verið lögð áhersla á það að þyrfti að gera kjaramamning sem tæki í meira mæli mið af þeirra tilteknu aðstæðum heldur en SGS kjarasamningarnir gera. Það er meðal annars það sem menn hafa verið að reyna að skoða hvort hægt sé að koma í kring.“ Klippa: Settur ríkissáttasemjari bjartsýnn Ástráður segir að viðræðurnar sé ennþá einfaldar í sniðum. Viðræður milli undirhópa, þar sem fulltrúar beggja aðila sitja saman og ræða málin, eru ekki hafnar. „Það er alls ekki komið út í slíka vinnu eins og myndi gerast þegar alvöru kjarasamningsviðræður koma í gang. Viðræðunefndir fulltrúanna hittast og þar fer aðalvinnan fram, í mjög fámennum hópi. Svo reyni ég að leggja lið eftir megni. En það eru engar fleiri undirnefndir.“ Áttar sig á því að það liggur á Ljóst er að klukkan tifar. Verkföll olíubílstjóra og fjölmargra hótelstarfsmanna hófust í gær og áhrif þess voru ekki lengi að koma fram. Stax í gær fór eldsneyti að klárast á nokkrum bensínstöðvum og ferðaþjónustan óttast að túristar verði heimilislausir um helgina. Varðandi það hversu langan tíma er hægt að gefa samtalinu sem er að eiga sér stað núna segir Ástráður: „Ég veit það ekki og ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því og ég satt að segja átta mig ekki alveg á því. En ég átta mig á því að það liggur á og það er mikilvægt að aðilarnir nái saman sem allra fyrst. Á meðan við náum að tosast í rétta átt þá höldum við áfram. Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara ríkisins.“ Þá segir Ástráður að miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson lagði fram sé ekki á borðinu eins og stendur. „Hún er ekki til umræðu núna.“ Og verður hún það ekki? „Það má guð vita.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58 Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. 16. febrúar 2023 11:13 Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Fundað hefur verið í Karphúsinu frá því í morgun. Aðspurður um það hvort Efling og SA séu að færast nær hvort öðru segir Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, að viðræðurnar séu að fara í rétta átt. „Ég skal ekki alveg segja. Það er allavega þannig að við erum að leita hófana með það hvort við getum fundið út úr því að koma okkur inn í svona alvöru kjarasamningsviðræður. Á meðan við tosumst í rétta átt þá hljótum við að færast eitthvað nær, ég held að það sé þannig. En við erum alls ekki komin þangað.“ Eruði strax að taka á viðkvæmustu blettunum í þessu? „Það sem málið hefur kannski dálítið snúist um er að af hálfu Eflingar hefur verið lögð áhersla á það að þyrfti að gera kjaramamning sem tæki í meira mæli mið af þeirra tilteknu aðstæðum heldur en SGS kjarasamningarnir gera. Það er meðal annars það sem menn hafa verið að reyna að skoða hvort hægt sé að koma í kring.“ Klippa: Settur ríkissáttasemjari bjartsýnn Ástráður segir að viðræðurnar sé ennþá einfaldar í sniðum. Viðræður milli undirhópa, þar sem fulltrúar beggja aðila sitja saman og ræða málin, eru ekki hafnar. „Það er alls ekki komið út í slíka vinnu eins og myndi gerast þegar alvöru kjarasamningsviðræður koma í gang. Viðræðunefndir fulltrúanna hittast og þar fer aðalvinnan fram, í mjög fámennum hópi. Svo reyni ég að leggja lið eftir megni. En það eru engar fleiri undirnefndir.“ Áttar sig á því að það liggur á Ljóst er að klukkan tifar. Verkföll olíubílstjóra og fjölmargra hótelstarfsmanna hófust í gær og áhrif þess voru ekki lengi að koma fram. Stax í gær fór eldsneyti að klárast á nokkrum bensínstöðvum og ferðaþjónustan óttast að túristar verði heimilislausir um helgina. Varðandi það hversu langan tíma er hægt að gefa samtalinu sem er að eiga sér stað núna segir Ástráður: „Ég veit það ekki og ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því og ég satt að segja átta mig ekki alveg á því. En ég átta mig á því að það liggur á og það er mikilvægt að aðilarnir nái saman sem allra fyrst. Á meðan við náum að tosast í rétta átt þá höldum við áfram. Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara ríkisins.“ Þá segir Ástráður að miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson lagði fram sé ekki á borðinu eins og stendur. „Hún er ekki til umræðu núna.“ Og verður hún það ekki? „Það má guð vita.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58 Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. 16. febrúar 2023 11:13 Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58
Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. 16. febrúar 2023 11:13
Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent