Vika gaslýsingar hjá FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 16. febrúar 2023 15:01 Infantino var mærði Katar í bak og fyrir í desember og hefur nú sent annað stórmót til Sádi-Arabíu. Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Um tveir mánuðir eru frá því að keppni lauk á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar, mót sem sætti töluverðri gagnrýni vegna vals á gestgjöfum vegna mannréttindamála í ríkinu. Ekki síður sætti Gianni Infantino, forseti FIFA, gagnrýni fyrir umtal hans og tengsl við Katar, að ógleymdum búferlaflutningum hans til Katar. Þá eru flugfélagið Qatar Airways og orkufyrirtækið Qatar Energy á meðal aðalstyrktaraðila FIFA, ásamt Adidas, Coca-Cola og fleiri. FIFA hefur sætt gagnrýni að nýju í vikunni fyrir aðgerðir meintrar gaslýsingar, í skugga vals á gestgjöfum komandi heimsmeistaramóts félagsliða. Sambandið hóf vikuna á því að senda stuðningssskilaboð til tékkneska landsliðsmannsins Jakub Jankto, sem kom út úr skápnum á mánudaginn var. Hann er fyrsti virki karlkyns landsliðsmaðurinn í sögunni sem gerir það. We're all with you, Jakub. Football is for everyone — FIFA (@FIFAcom) February 13, 2023 Aðeins degi síðar tilkynnti sambandið svo um nýjan gestgjafa heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í desember næstkomandi. Sádi-Arabía mun halda mótið og halda þar áfram gífurlegri sókn sinni í íþróttaheiminn. Sádar verða einnig á meðal helstu styrktaraðila HM kvenna í Ástralíu í sumar þar sem Visit Saudi auglýsingar munu vera áberandi. Knattspyrnuhetjan Alex Morgan gagnrýndi þá ákvörðun í síðustu viku. Sádar hafa farið mikinn síðustu misseri hvað gestgjafarétti varðar, þar sem Formúla 1, Ofurbikar Spánar og Ítalíu í fótbolta, HM félagsliða í handbolta og LIV golfmótaröðin eru á meðal verkefna. Þá mætti ofurstjarnan Cristiano Ronaldo til Al-Nassr í sádísku deildinni eftir heimsmeistaramótið og er honum ætlað að aðstoða ríkið við að tryggja sér gestgjafarétt HM landsliða karla árið 2030. BREAKING: Saudi Arabia will host the Club World Cup in December. pic.twitter.com/xKrPJKgDXU— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2023 Sádar hafa verið sakaðir um stórfelld mannréttindabrot undanfarin ár og eru árlega á meðal efstu þjóða heims hvað aftökur varðar. Mannréttindastaða kvenna er bág og sem og staða hinseginsamfélagsins, sem FIFA lagði sig fram við að styðja með tísti við tilkynningu Jankto á mánudag. Þá var greint frá því í fyrradag að FIFA hafi tekið starfsviðtöl vegna nýrrar stöðu hjá sambandinu: Yfirmann mannréttinda- og sjálfbærnimála. Today in gaslighting https://t.co/Scn3KXA01U— Adam Crafton (@AdamCrafton_) February 14, 2023 Blaðamaðurinn Adam Crafton hjá The Athletic er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt sambandið fyrir gaslýsingartilburði með þessum aðgerðum. Gaslýsingu eða gaslighting, má lýsa sem tilraunum til að neita sífellt sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir og með því hanna atburðarrás sem ætlað er að verja hagsmuni sína. FIFA setji því fram mótsagnir í stuðningsyfirlýsingu við Jankto og sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa til að koma ákveðnum pólitískum skilaboðum á framfæri varðandi stöðu sem þeir taki sér með mannréttindamálum. Þessu sé þá ætlað að afvegaleiða umræðu frá afstöðunni sem þeir taka með því að semja við Sádi-Arabíu. FIFA Sádi-Arabía Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira
Um tveir mánuðir eru frá því að keppni lauk á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar, mót sem sætti töluverðri gagnrýni vegna vals á gestgjöfum vegna mannréttindamála í ríkinu. Ekki síður sætti Gianni Infantino, forseti FIFA, gagnrýni fyrir umtal hans og tengsl við Katar, að ógleymdum búferlaflutningum hans til Katar. Þá eru flugfélagið Qatar Airways og orkufyrirtækið Qatar Energy á meðal aðalstyrktaraðila FIFA, ásamt Adidas, Coca-Cola og fleiri. FIFA hefur sætt gagnrýni að nýju í vikunni fyrir aðgerðir meintrar gaslýsingar, í skugga vals á gestgjöfum komandi heimsmeistaramóts félagsliða. Sambandið hóf vikuna á því að senda stuðningssskilaboð til tékkneska landsliðsmannsins Jakub Jankto, sem kom út úr skápnum á mánudaginn var. Hann er fyrsti virki karlkyns landsliðsmaðurinn í sögunni sem gerir það. We're all with you, Jakub. Football is for everyone — FIFA (@FIFAcom) February 13, 2023 Aðeins degi síðar tilkynnti sambandið svo um nýjan gestgjafa heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í desember næstkomandi. Sádi-Arabía mun halda mótið og halda þar áfram gífurlegri sókn sinni í íþróttaheiminn. Sádar verða einnig á meðal helstu styrktaraðila HM kvenna í Ástralíu í sumar þar sem Visit Saudi auglýsingar munu vera áberandi. Knattspyrnuhetjan Alex Morgan gagnrýndi þá ákvörðun í síðustu viku. Sádar hafa farið mikinn síðustu misseri hvað gestgjafarétti varðar, þar sem Formúla 1, Ofurbikar Spánar og Ítalíu í fótbolta, HM félagsliða í handbolta og LIV golfmótaröðin eru á meðal verkefna. Þá mætti ofurstjarnan Cristiano Ronaldo til Al-Nassr í sádísku deildinni eftir heimsmeistaramótið og er honum ætlað að aðstoða ríkið við að tryggja sér gestgjafarétt HM landsliða karla árið 2030. BREAKING: Saudi Arabia will host the Club World Cup in December. pic.twitter.com/xKrPJKgDXU— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 14, 2023 Sádar hafa verið sakaðir um stórfelld mannréttindabrot undanfarin ár og eru árlega á meðal efstu þjóða heims hvað aftökur varðar. Mannréttindastaða kvenna er bág og sem og staða hinseginsamfélagsins, sem FIFA lagði sig fram við að styðja með tísti við tilkynningu Jankto á mánudag. Þá var greint frá því í fyrradag að FIFA hafi tekið starfsviðtöl vegna nýrrar stöðu hjá sambandinu: Yfirmann mannréttinda- og sjálfbærnimála. Today in gaslighting https://t.co/Scn3KXA01U— Adam Crafton (@AdamCrafton_) February 14, 2023 Blaðamaðurinn Adam Crafton hjá The Athletic er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt sambandið fyrir gaslýsingartilburði með þessum aðgerðum. Gaslýsingu eða gaslighting, má lýsa sem tilraunum til að neita sífellt sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir og með því hanna atburðarrás sem ætlað er að verja hagsmuni sína. FIFA setji því fram mótsagnir í stuðningsyfirlýsingu við Jankto og sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa til að koma ákveðnum pólitískum skilaboðum á framfæri varðandi stöðu sem þeir taki sér með mannréttindamálum. Þessu sé þá ætlað að afvegaleiða umræðu frá afstöðunni sem þeir taka með því að semja við Sádi-Arabíu.
FIFA Sádi-Arabía Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Sjá meira