Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2023 22:17 Um er að ræða kvendýr sem er um sex metrar að lengd. Sölvi R. Vignisson Háhyrning rak á land á Reykjanesskaga á dögunum. Líffræðingur segir ekki sérstaklega algengt að slík dýr finnist í fjörum landsins. Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur. Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Um er að ræða um það bil sex metra langt kvendýr, sem hefur verið dautt í nokkra daga, að sögn Sölva R. Vignissonar, líffræðings hjá þekkingarsetri Suðurnesja. Hann fór og skoðaði dýrið og myndaði fyrr í dag. „Ég fékk meldingu frá manni sem er staðkunnugur þarna. Þetta var í Ósabotnum, sem er norðan Hafna á Reykjanesi. Ég fór og tékkaði á þessu og lét Hafrannsóknarstofnun vita en hún vaktar hvalreka á Íslandi,“ segir Sölvi í samtali við fréttastofu. „Það var engin sjáanleg dánarorsök en dýrið var búið að veltast eitthvað um í fjörunni og líklega rekið á land fyrir nokkrum dögum. En það var frekar ferskt.“ Sölvi segir háhyrninga af og til reka á land, en það sé ekki sérstaklega algengt. Síðasta tilvik sem hann muni eftir hafi verið 2019, þegar háhyrning rak á land við Þórshöfn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru í dag og tóku sýni úr dýrinu til ýmiskonar rannsókna. Live from the field pic.twitter.com/evGBGxCslE— Sölvi R.Vignisson (@solvirunar) February 14, 2023 Víðförul dýr Sölvi nefnir einnig verkefni sem rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum stendur fyrir, þar sem fylgst er með ferðum einstakra dýra við Íslandsstrendur sem og annars staðar. „Það eru einstaklingar sem eru úr þessum íslenska stofni, aðallega dýr sem éta íslenska síld við strendur landsins. Þá eru bæði teymi þar og svo um borð í hvalaskoðunarskipum, sem taka myndir af bakugga og mynstri á baki dýranna til að geta greint einstaklingana og ferðir þeirra um heiminn,“ segir Sölvi og bætir við að vitað sé að háhyrningafjölskyldur sem hafi étið síld við strendur Íslands hafi einnig veitt seli við Skotlandsstrendur.
Dýr Reykjanesbær Hvalir Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira