„Ég verð sáttur ef þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. febrúar 2023 21:01 Mikel Arteta var eðlilega ósáttur með dómgæsluna í leik Arsenal og Brentford. Clive Mason/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að hann verði ekki sáttur nema enska úrvalsdeildin gefi liðinu tvö stig til baka eftir að mistök í VAR-herberginu urðu til þess að Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Brentford um liðna helgi. Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“ Enski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Sjá meira
Ivan Toney bjargaði stigi fyrir Brentford þegar liðið heimsótti Arsenal síðastliðinn laugardag. Toney jafnaði metin á 74. mínútu leiksins, en endursýningar sýndu að Christian Norgaard var rangstæður í aðdraganda marksins. Lee Mason, sen var VAR-dómari leiksins, gleymdi hins vegar að teikna upp línurnar í VAR-herberginu og sá því ekki rangstöðuna og markið fékk að standa. Í kjölfarið baðst enska dómarasambandið afsökunar á mannlegum mistökum sem höfðu veruleg áhrif á leiki laugardagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arteta segir að mistökin hafi kostað sína menn tvö stig í toppbaráttunni, en Arsenal situr á toppi deildarinnar, nú aðeins þremur stigum fyrir ofan Manchester City sem situr í öðru sæti. Arsenal og City mætast einmitt á morgun í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar og Arteta er ekki tilbúinn að taka undir að um mannleg mistök hafi verið að ræða í leiknum gegn Brentford. „Þetta voru ekki mannleg mistök. Þetta var stórt fæmi um einhvern sem skilur ekki starfið sitt. Það er óásættanlegt og kostaði okkur tvö stig sem við fáum ekki aftur,“ sagði Arteta. „Þannig að núna þurfum við að ná í þessi tvö stig einhvers staðar annars staðar. En á sama tíma þá kunnum við að meta afsökunarbeiðnina og útskýringarnar sem fylgdu henni.“ Aðspurður að því hvort hann væri sáttur með afsökunarbeiðnina frá dómarasambandinu sagðist Arteta hins vegar ekki verða sáttur fyrr en liðið fengi þessi tvö stig sem tekin voru af liðinu. „Ég verð sáttur þegar þeir gefa okkur þessi tvö stig til baka,“ grínaðist Spánverjinn. „En það er ekki að fara að gerast.“ „Við fengum einlæga og hreinskilna afsökunarbeiðni, sem er gott. En það breytir ekki þeirri staðreynd að við erum með tveimur stigum minna í deildinni en við ættum að vera með.“
Enski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Sjá meira