Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 09:53 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, ræddi um yfirvofandi verkfall í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Arnar Halldórsson Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. Að sögn Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Olís, er staðan hefðbundin í dag. Þó sé greinilegt að mikill fjöldi fólks er að fylla á tankana sína í dag. „Enda sennilega skynsamlegt að gera það,“ segir Frosti í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Eins og þetta stendur þá stefnir allt í að verkfall hefjist klukkan tólf á morgun og þá er þetta sem sagt dreifingin á eldsneyti sem verkfallið snýr að. Áhrifin koma til með að vera veruleg og víðtæk eins og við höfum komið inn á.“ Frosti segir að meira og minna allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu séu á leiðinni í verkfall. „Það eru einhverjar undantekningar en engan veginn þannig að það geri okkur kleift að viðhalda einhverri eðlilegri starfsemi,“ segir hann. Aðspurður um hvort íbúar höfuðborgarsvæðisins geti ekki bara sótt sér eldsneyti í bæjarfélög utan þess segir Frosti að staðan sé ekki svo góð. Hann segir að íbúar á Suðurlandi og Vesturlandi eigi einnig eftir að finna fyrir verkfallinu. „Þannig þetta er allt Reykjanes, þetta er í rauninni Suðurland að mestu. Eins og hjá okkur í Olís þar sem að Olíudreifing sinnir dreifingunni þá verður Suðurlandið að stórum hluta í erfiðleikum. Við munum gera allt sem við getum til þess að viðhalda því sem hægt er á því svæði en í rauninni alveg austur að Höfn þá verða stöðvarnar fyrir verulegum áhrifum og svona er þetta upp fyrir Borgarnes og upp með Vesturlandi. Það er aðeins mismunandi á Snæfellsnesinu hvernig þetta brýst fram. Þannig þetta er mun víðar heldur en bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldsneytið ekki marga daga að klárast Varðandi það hvort hægt sé að skammta eldsneytið segir Frosti að það leysi ekki stóra vandamálið sem blasir við. Almenningur komi til með að fylla á tankana í dag og það mun duga flestum í um tíu daga. „Það mun bara svo mikið gerast á því tímabili að ég held að það sé ekki stærsta áhyggjuefnið í rauninni hvernig þetta snertir okkur, hinn venjulega borgara í ferðum til og frá vinnu eða til að sinna tómstundum eða hvað það er. Þetta gerist miklu hraðar í öllum svona flutningum og dreifingu og hefðbundinni starfsemi. Það er það sem er auðvitað langsamlega alvarlegasti þátturinn í kringum þetta.“ Þá segir Frosti að það taki ekki marga daga fyrir eldsneytið á bensínstöðvunum að klárast: „Það verður væntanlega eitthvað misjafnt eftir stöðvum. En í svona hefðbundinni notkun þá erum við bara að tala um nokkra daga. Við erum með tanka þarna undir stöðvunum sem er mjög reglulega áfylling gerð undir eðlilegum kringumstæðum. Svo erum við bara með stóra tanka í Örfirisey þar sem birgðirnar eru geymdar. Þannig við erum ekki að tala um marga daga.“ „Verða þessir aðilar á undanþágu?“ Að öllu óbreyttu er rétt rúmur sólarhringur í að verkfallið skelli á. Frosti segir að Olís muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að viðhalda því sem hægt er að viðhalda, áhrifin verði þó veruleg. „Það sem við höfum kannski mestar áhyggjur af er ekki það sem snýr að okkur í venjulegu lífi heldur allt sem snýr að þessum forgangsaðilum sem halda uppi almannaöryggi hérna.“ Samkvæmt Frosta liggur ótrúlega lítið fyrir hvernig stefnt er að því að tryggja það öryggi. Hægt verður að sækja um undanþágur en hann segir tvennt vera algjörlega óskýrt þegar kemur að þeim. „Annars vegar er það hvar mörkin liggja, hvað eru forgangsaðilar eða þeir sem njóta undanþágu? Ég meina þetta er augljóst mál með sjúkrabíla, slökkvilið, lögreglu og þess háttar. En það þarf miklu víðtækari hópa ef það á að halda uppi almannaöryggi í samfélaginu.“ Frosti tekur heilbrigðisstarfsfólk, snjómokstur, viðhaldsaðila á innviðum, fjarskiptum, rafmagni og svo framvegis. „Verða þessir aðilar á undanþágu? Þegar þú ert kominn út í svona víða skilgreiningu þá er þetta auðvitað verulegt magn af eldsneyti sem viðkomandi aðilar þurfa að fá afgreitt,“ segir hann. „Þar er hinn hlutinn á peningnum, það er bara í rauninni hvernig komum við til með að afgreiða þessa hópa en ekki aðra? Það er bara ekki augljóst og við höfum ekki fengið í rauninni nein svör um það hvernig sú útfærsla á að eiga sér stað.“ Minnstar áhyggjur af fjárhagstjóni Frosti segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því fjárhagstjóni sem Olís kann að verða fyrir vegna verkfallsins. „Án þess að hljóma eins og það sé ekki eitt af markmiðunum þá höfum við hvað minnstar áhyggjur af einhverju fjárhagstjóni innan okkar fyrirtækis,“ segir hann. „Það eru fyrst og fremst þessi afleitu áhrif sem koma til með að breiðast út um allt samfélagið sem við höfum miklu meiri áhyggjur af. Auðvitað bregðumst við bara við með öllum þeim hætti sem okkur er unnt til þess að viðhalda starfsemi og þjónusta okkar viðskiptavini, halda uppi góðu samtali og samstarfi við þá þannig það sé hægt að lágmarka skaðann. En áhyggjur okkar snúa fyrst og fremst að því að þetta er, þegar allt kemur til alls, í rauninni stór hluti af blóðrás hagkerfisins og samfélagsins.“ Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Að sögn Frosta Ólafssonar, framkvæmdastjóra Olís, er staðan hefðbundin í dag. Þó sé greinilegt að mikill fjöldi fólks er að fylla á tankana sína í dag. „Enda sennilega skynsamlegt að gera það,“ segir Frosti í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Eins og þetta stendur þá stefnir allt í að verkfall hefjist klukkan tólf á morgun og þá er þetta sem sagt dreifingin á eldsneyti sem verkfallið snýr að. Áhrifin koma til með að vera veruleg og víðtæk eins og við höfum komið inn á.“ Frosti segir að meira og minna allir bílstjórar Olíudreifingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu séu á leiðinni í verkfall. „Það eru einhverjar undantekningar en engan veginn þannig að það geri okkur kleift að viðhalda einhverri eðlilegri starfsemi,“ segir hann. Aðspurður um hvort íbúar höfuðborgarsvæðisins geti ekki bara sótt sér eldsneyti í bæjarfélög utan þess segir Frosti að staðan sé ekki svo góð. Hann segir að íbúar á Suðurlandi og Vesturlandi eigi einnig eftir að finna fyrir verkfallinu. „Þannig þetta er allt Reykjanes, þetta er í rauninni Suðurland að mestu. Eins og hjá okkur í Olís þar sem að Olíudreifing sinnir dreifingunni þá verður Suðurlandið að stórum hluta í erfiðleikum. Við munum gera allt sem við getum til þess að viðhalda því sem hægt er á því svæði en í rauninni alveg austur að Höfn þá verða stöðvarnar fyrir verulegum áhrifum og svona er þetta upp fyrir Borgarnes og upp með Vesturlandi. Það er aðeins mismunandi á Snæfellsnesinu hvernig þetta brýst fram. Þannig þetta er mun víðar heldur en bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldsneytið ekki marga daga að klárast Varðandi það hvort hægt sé að skammta eldsneytið segir Frosti að það leysi ekki stóra vandamálið sem blasir við. Almenningur komi til með að fylla á tankana í dag og það mun duga flestum í um tíu daga. „Það mun bara svo mikið gerast á því tímabili að ég held að það sé ekki stærsta áhyggjuefnið í rauninni hvernig þetta snertir okkur, hinn venjulega borgara í ferðum til og frá vinnu eða til að sinna tómstundum eða hvað það er. Þetta gerist miklu hraðar í öllum svona flutningum og dreifingu og hefðbundinni starfsemi. Það er það sem er auðvitað langsamlega alvarlegasti þátturinn í kringum þetta.“ Þá segir Frosti að það taki ekki marga daga fyrir eldsneytið á bensínstöðvunum að klárast: „Það verður væntanlega eitthvað misjafnt eftir stöðvum. En í svona hefðbundinni notkun þá erum við bara að tala um nokkra daga. Við erum með tanka þarna undir stöðvunum sem er mjög reglulega áfylling gerð undir eðlilegum kringumstæðum. Svo erum við bara með stóra tanka í Örfirisey þar sem birgðirnar eru geymdar. Þannig við erum ekki að tala um marga daga.“ „Verða þessir aðilar á undanþágu?“ Að öllu óbreyttu er rétt rúmur sólarhringur í að verkfallið skelli á. Frosti segir að Olís muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að viðhalda því sem hægt er að viðhalda, áhrifin verði þó veruleg. „Það sem við höfum kannski mestar áhyggjur af er ekki það sem snýr að okkur í venjulegu lífi heldur allt sem snýr að þessum forgangsaðilum sem halda uppi almannaöryggi hérna.“ Samkvæmt Frosta liggur ótrúlega lítið fyrir hvernig stefnt er að því að tryggja það öryggi. Hægt verður að sækja um undanþágur en hann segir tvennt vera algjörlega óskýrt þegar kemur að þeim. „Annars vegar er það hvar mörkin liggja, hvað eru forgangsaðilar eða þeir sem njóta undanþágu? Ég meina þetta er augljóst mál með sjúkrabíla, slökkvilið, lögreglu og þess háttar. En það þarf miklu víðtækari hópa ef það á að halda uppi almannaöryggi í samfélaginu.“ Frosti tekur heilbrigðisstarfsfólk, snjómokstur, viðhaldsaðila á innviðum, fjarskiptum, rafmagni og svo framvegis. „Verða þessir aðilar á undanþágu? Þegar þú ert kominn út í svona víða skilgreiningu þá er þetta auðvitað verulegt magn af eldsneyti sem viðkomandi aðilar þurfa að fá afgreitt,“ segir hann. „Þar er hinn hlutinn á peningnum, það er bara í rauninni hvernig komum við til með að afgreiða þessa hópa en ekki aðra? Það er bara ekki augljóst og við höfum ekki fengið í rauninni nein svör um það hvernig sú útfærsla á að eiga sér stað.“ Minnstar áhyggjur af fjárhagstjóni Frosti segist því ekki hafa miklar áhyggjur af því fjárhagstjóni sem Olís kann að verða fyrir vegna verkfallsins. „Án þess að hljóma eins og það sé ekki eitt af markmiðunum þá höfum við hvað minnstar áhyggjur af einhverju fjárhagstjóni innan okkar fyrirtækis,“ segir hann. „Það eru fyrst og fremst þessi afleitu áhrif sem koma til með að breiðast út um allt samfélagið sem við höfum miklu meiri áhyggjur af. Auðvitað bregðumst við bara við með öllum þeim hætti sem okkur er unnt til þess að viðhalda starfsemi og þjónusta okkar viðskiptavini, halda uppi góðu samtali og samstarfi við þá þannig það sé hægt að lágmarka skaðann. En áhyggjur okkar snúa fyrst og fremst að því að þetta er, þegar allt kemur til alls, í rauninni stór hluti af blóðrás hagkerfisins og samfélagsins.“
Bensín og olía Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira