Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að líkt og oft fylgja skúrir og síðar él með suðvestanáttinni en reikna má með að það verði þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu.
Hiti verður á bilinu tvö til átta stig, en kólnar smám saman er líður á daginn. Víða verður vægt frost í kvöld og nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðlæg átt 5-13 m/s, hvassast með suður- og vesturströndinni. Snjókoma eða él öðru hverju, en úrkomuminna norðaustantil á landinu. Hiti um eða undir frostmarki.
Á fimmtudag: Suðlæg átt og él, en bjart norðaustantil. Snýst í norðlæga átt með éljum norðanlands síðdegis, en léttir til sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.
Á föstudag: Breytileg átt og víða dálítil él, en lengst af þurrt sunnantil. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á laugardag: Breytileg átt og sums staðar lítilsháttar él. Frost um mest allt land.
Á sunnudag: Vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt norðaustanlands.
Á mánudag: Útlit fyrir vestlæga átt með éljum og kólnandi veðri.